Lán eða ólán?

Ég held að þarna hljóti að vera maðkur í mysunni. Það er athyglisvert að þessi lán eru vaxtalaus kúlulán og stimpilgjaldið því aðeinn þriðji miðað við venjuleg skuldabréf. Langlíklegast er að þarna séu á ferðinni sjónhverfingar til að tryggja að erfiðara verði að ganga að þessum veðum. Málamyndagerningur í þágu mannsins sem var rétt áðan að biðja afsökunar og lofaði bót og betrun. Eða tók einhver mark á þessum afsökunar og betrunaryfirlýsingum? Fólkið, sem búið er að mergsjúga flestar fjármálastofnanir innanfrá og veit svona álika mikið um siðferði og venjuleg býfluga, hafa endalaus ráð upp í erminni. Auðvitað verður sama siðferðið við lýði áfram meðan þetta fólk kemst upp með allt sem því dettur í hug. Hinir ómissandi verða ósnertanlegir áfram ef enginn vilji er til að taka í lurginn á þeim og snúa þá niður.
mbl.is Jón Ásgeir fékk 440 milljónir króna að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Jón Ásgeir lánaði sér þessa peninga sjálfur. Hvernig ættu menn annars að koma stolnum gjaldeyri inn í landið aftur? Þó margir séu ekki með réttu ráði á Íslandi, þá er engin sem hefur aðgang að hálfum milljarði, svo vitlaus að lána honum það. Svo lítur þetta út eins og hann sé með alvöru stuðning í sig persónulega sem hann hefur ekki...það er engin nema hann á bakvið þetta lán. Íslensk króna á útsölu. Gamalt trix. Rockefeller aðferðin stendur fyrir sínu...

Óskar Arnórsson, 29.4.2010 kl. 21:02

2 identicon

Ha ha, þetta er svo mikill skrípaleikur.  Skrípi skrípi, ... haha.  Þvílíkir trúðar ÞESSIR MENN (og konur).

Ég hlakka til að sjá hvað gerist næst.  Þetta er svo mikil langavitleysa af bröndurum og svo rosaleg snilld hvernig þeir tímasetja öll atriðin.

Þetta er hinn fyndnasti skrípaleikur. Orðinn mikklu betri en breskur húmor.  Og að hugsa sér að allur þessi skrípaleikur skuli að vera að gerast í alvörunni!   Monty Python og The Office voru ekki í einu sinni alvörunni, bara í þykjustunni - take that British comedians!

Eggert (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 23:09

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það eru margir að hugsa um að vopnbúnast! Ég er ekki hissa.

Sigurður Haraldsson, 30.4.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband