Metnaður.

Nýr bankastjóri Landsbankans á að vera metnaðarfullur. Metnaðarfullur um ímyndir. Ýmyndarstjóri þessa gamla og gegnumrotna sukkbanka. Á yfirborðinu eru þeir horfnir Halldór og Sigurjón. En vofa þeirra svífur yfir vötnunum. Það má aðeins snyrta til en alls ekki skera öll graftarkýlin burt. Byrjunin lofaði heldur ekki góðu og gaf tóninn fyrir framhaldið. Elín Sigfúsdóttir var hægri hönd Sigurjóns Árnasonar þegar bankinn hrundi til grunna. Það er enginn vilji hjá stjórnvöldum á þessu volaða skeri til að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Það er langt í nýja Ísland. Það má ekki hreinsa almennilega til. Gamla spillingarliðið er svo reynslumikið að það má ekki senda það á staðinn sem það á heima, sorphaugana. Hugarfarsbreyting á pappírnum er einskis virði. Ef verkin verða ekki látin tala munu hrægammarnir fitna sem aldrei fyrr. Þá munu líka lengjast biðraðirnar við hjálparstofnanirnar. Gæti orðið kalsamt í nóvember þegar nauðungaruppboðum ríkisstjórnarinnar lýkur og þúsundir fólks á götunni. Nefndi einhver norræna velferð? 
mbl.is Nýr bankastjóri um miðjan maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband