Olíumafían.

Viðskiptahættir olíufélaganna hafa lengi verið ámælisverðir. Samráðið virðist halda áfram. Það var líka dæmigert fyrir réttlætið í þessu landi að félögin voru sektuð en mafíósarnir sem stóðu fyrir því sluppu allir. Þeir hefðu haft gott af nokkuri dvöld á Litla-Hrauni. Hér áður fyrr var það regla ef bensín hækkaði á heimsmarkaði voru allir tankar ævinlega tómir hér. Ef það lækkaði voru þeir alltaf sneisafullir af dýra bensíninu. Hvernig væri nú að stjórnendur olífélaganna tækju sig á? Og hvernig má kalla það samkeppni að þau hækki eða lækki verðið á sama klukkutímanum og verðmunurinn venjulega tíeyringur? Einokunin er enn til staðar. Blómstrar jafnvel meira en nokkru sinni fyrr.
mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hmmmm Verslunarmannahelginn kannski framundan??? Selja mikið Bensín þá?? hmmm??? Ekki lækka bensínverð fyrr enn eftir Verslunarmannahelgi?? ég veðja á að á þriðjudaginum eftir versló verði þeir hver á fætur öðrum með yfirlýsingar um hvað þeir séu góðir og lækka bensín

Ásgeir Ólafsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Einhverntíma var sagt að það sem færi upp kæmi niður aftur. Eflaust á það við með olíufélögin en þau eru greinileg með fallhlíf til að draga úr hraðanum. Annars get ég vel trúað þessu sem Ásgeir segir. Lækkun verði dregin fram yfir verslunarmannahelgi. Þessum skrattakollum er trúandi til þess.

Haraldur Bjarnason, 24.7.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband