Óþolandi verslunarhættir.

Í dag var ég staddur í verslun Nóatúns á Selfossi. Það sem ág ætlaði að kaupa var ekki til. Á leiðinni út úr versluninni sá ég öskju með gráfíkjum. Mig langaði skyndilega í gráfíkjur. Auglýst verð kr. 287. Ég gekk að kassanum og þar kostuðu fíkjurnar 369 krónur eða  27,87% meira en auglýst verð. Ég hafði reyndar rekið mig á þetta áður og hafði orð á þessu við ungu stúlkuna á kassanum. Hún sagði sem satt var að hún gæti lítið við þessu gert. Ég vildi að verslunarstjórinn væri látinn vita. Svar ungu konunnar var að það væri margbúið að segja honum þetta. Þetta eru ekki einungis óþolandi verslunarhættir heldur ólöglegir að auki. Ég vona að verslunin Nóatún á Selfossi láti af slíkum vinnubrögðum. Fíkjurnar voru ágætar en það afsakar ekki vinnubögðin.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hilluverðið gildir og þú áttir ekki að borga krónu meira en 287...þannig er það bara lögum samkvæmt.

Haraldur Bjarnason, 29.7.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband