Stjórnlagaþing.

Nú eru margir sem tala um nauðsyn stjórnlagaþings. Til höfuðs flokksræðinu. Það skal verða fjölmennt og til þess kosið eftir eftir sérstökum reglum. Ég efast mjög um ágæti þessara hugmynda. Það má reyndar ýmsu breyta í stjórnarskrá okkar. Mörg af verstu einræðisríkjum heims eru með voða flottar stjórnarskrár. Þar eru t.d. almenn mannréttindi varin í bak og fyrir. Þó eru þessi fínu plögg einskis virði. Það er bara ekki farið eftir þeim. Það er líka oft verið að brjóta stjórnarskrána hér hjá okkur. Bretar hafa nánast enga skráða stjórnarskrá. Þar byggjast stjórnlögin á hefðum og venjum og lýðræðið svínvirkar þrátt fyrir þetta. Ég legg til að nokkrum valinkunnum heiðursmönnum verði falin endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ég nefni sérstakalega nokkur nöfn: Sigurður Líndal, Eiríkur Tómasson, Björg Thorarensen, Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson.  Tveir þeir síðastnefndu eru reyndar við önnur störf í bili. Það má leysa þá frá þeim og láta Evu koma í staðinn. Þetta fólk myndi ljúka þessu verki á nokkrum vikum og við losnuðum við umfangsmikið og afar kostnaðarsamt batterí sem óvíst er að myndi nokkru skila. Þetta er einföld, ódýr og góð lausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er mikilvægt að Evu verði úthlutað sem mestum völdum og stuðningi við að uppræta spillinguna sem hér hefur myndast svo er einnig mikilvægt að farið sé eftir stjórnarskránni og dómstólar þurfa að standa sig betur í að fylgja því eftir.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband