Þrautseigja.

Þegar þessar aðstæður koma upp hugsa ég oft til Vestfirðinga. Líklega sérstök manngerð sem sættir sig við að búa við snjóflóðahættu. Náttúran og fjalladýrðin togar í fólk. Fólkið  býður náttúruöflunum birginn og virðist una glatt. Ég er nokkuð víðförull um þetta fallega land sem við eigum. En Vestfirðirnir hafa orðið útundan að mestu. Hef þó komið á Tálknafjörð, Patreksfjörð og Bíldudal. Nú verð ég að gera bragarbót í sumar. Gerða mér ferð eins langt og vegakerið býður uppá. Ég sendi öllum Vestfirðingum mínar bestu kveðjur. 
mbl.is Rýmingu aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manngerðin sem sættir sig við að búa á jarðskjálftasvæði er nú samt ekkert síður sérstök er það?

Eini munurinn er að maður getur ekki forðast jarðskjálftann. ;)

Ég mæli annars með vestfjörðum. Þetta er án efa eitt fallegasta svæði sem við eigum. 

Baldur (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Marta smarta

Sjálf er ég alin upp á Ísafirði og man bara eftir skemmtilegum sköflum og ófærð, enda þurfti ég ekkert að komast nema útí skaflana og svo heim í matinn.

Flutti reyndar þaðan þegar ég var 11 ára.  En sammála ykkur, það þarf dug til að endast þarna.

Marta smarta, 12.3.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband