Glapræði.

Ég vona að það sé ekki búið að skrifa undir þennan samning. Það eru svik og glæpur ef af verður. Þráhyggja SF vegna ESB er nú þegar orðin alltof dýr. Það er með algjörum ólíkindum ef VG ætlar að samþykkja Icesave skuldina til þess að geta hangið í ráðherrastólunum. Það er nánast ljóst að lánasöfnin og aðrar eigur Landsbankans eru einskis virði og við og afkomendur okkar verðum að borga upp í topp ef þessi landráð verða framin. Ef þesi gjörningur nær fram að ganga verður byltingarástand hér. Það má ekki gerast að þingmenn VG gerist þjóðníðingar en SF liðinu er til alls trúandi. Ef ég væri trúaður legðist ég á bæn.
mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Dýr verður ESB pakkinn allur, sem engu bjargar s.b. Lettland ofl.  Þetta lítur út fyrir að ganga lengra en glapræði, jaðra við landráð.

Magnús Sigurðsson, 6.6.2009 kl. 08:33

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Kíktu á bókakaffið í kvöld Sigurður.

Axel Þór Kolbeinsson, 6.6.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ef Alþingi íslendinga samþykkir þennan fáranlega nauðarsamning þá er eflaust um "stórasta klúður” sem sést hefur í þessu stjörnukerfi síðan JÚDAS (XS) misskildi rómverska hermenn (UK) með þeim skelfiegum afleiðingum að félagi Júdas tók sitt líf. Verði þessi gjörningur að veruleika þá má í raun segja að verið sé að taka íslensku þjóðina (Jesús) af lífi á mjög lúmskan & ósmekklegan hátt...!"

 

Kv. Heilbrigð skynsemi 

Jakob Þór Haraldsson, 7.6.2009 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband