22.6.2009 | 06:58
Stjórnarslit?
Það bókstaflega má ekki gerast að þessi samningur verði samþykktur. Ég treysti því að þeir þingmenn VG sem enn virðast hafa óskerta dómgreind sjái til þess. Því miður var þessi ríkisstjórn feig áður en hún tók til starfa. Þráhyggja SF í ESB málinu sá til þess. Þó mér finnist nú ekki sérlega vænt um íhaldið og framsókn væri miklu nær fyrir VG að taka höndum saman við þessa flokka við endurreisn landsins og einangra SF í pólitíkinni um langa framtíð. Þetta sundraða tætingslið á enga aðra hugsjón en að koma okkur í ESB og gera okkur þar með að hjálendu þeirra sem öllu ráða þar.
Icesave gæti fellt stjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Treysti stjórnvöldum. Svo held ég að meirihluti þjóðarinnar vilji fara í aðildarviðræður við ESB.
Er semsagt algerlega ósammála þér.
Ína (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 07:31
Sammála þér Sigurður. Ég studdi líka VG í síðustu kosningum til þess að halda aftur af ESB veikinni í Samfylkingunni. VG hafði öll spil á hendi til þess að geta staðið á bremsunni í þessu ESB máli. En því miður var farið útí þetta feigðarflan. Ekki líst mér heldur á ICESAVE og hvernig haldið hefur verið þar á málum.
Hefði líka viljað einangra Samfylkinguna frá ríkisstjórnarsamstarfi með því að VG tæki upp samstarf við hina flokkana.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 08:11
Steingrímur sagði nú fyrir kosningar að það kæmi ekki til greina að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Eina raun markmið SF og VG var að koma Sjálfstæðisflokknum frá og grafa hann niður. Það sem keyrði í raun samningaviðræðurnar í apríl/maí áfram var það að þau vildu hafa hreina vinstristjórn á Íslandi. Því var í raun samið um að þau mál sem eru mest umdeild og hafa skiptar skoðanir meðal flokksmanna þeirra áttu að vera gerð á frumkvæði einstaklingana. Nú sýnir þetta frumkvæði einstaklingana sig vel. Vonandi verður þessi ríkisábyrð ekki samþykkt og ég vona svo sannarlega að þessi stjórn splundrist svo hægt sé að fara í þau verk sem þarf að fara í til að koma atvinnulífinu af stað og koma atvinnulausum í vinnu.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 22.6.2009 kl. 08:28
Það átti aldrei að hleypa þessu komma liði að stjórn landsins. Við eigum eftir að gjalda þess þegar fram í sækir. Það virðist aðeins einn maður vera að vinna vinnuna sína á þingi í dag og það er Þór Saari. Hann virðist einn halda uppi málefnalegri umræðu um þessi mál. Og fólk í þessu landi vill kannski ennþá halda í Jóhönnu eftir að hún sagði að þjóðar atkvæðagreiðsla um ESB yrði aðeins leiðbeinandi fyrir ríkisstjórn en ekki bindandi, þannig að hún er jafnvel tilbúin að ganga gegna vilja þjóðarinnar í sumum málum. Vilum við svoleiðis stjórnanda, ég segi nei og þessi ríkisstjórn á að fara frá áður en hún veldur meiri skaða og sundrungu meðal þjóðarinnar. Gs.
Gs (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 10:07
Það versta við þessa ríkisstjórn er einræði samfylkingarinnar. Innan VG eru margir góðir þingmenn. Ég vissi það löngu fyrir kosningar að þetta yrði ekki góð ríkisstjórn. Mér finnst löngu kominn tími á að Jóhönnu og félögum hennar verði gerð grein fyrir að sjtórnarsamstarf felst í öðru en að annar flokkurinn valti yfir hinn. Eins og málin horfa við mér á SF engra kosta völ með íhaldi eða framsókn. Bjarni Ben og Sigmundur Davíð myndu vel sætta sig við stjórn undir forustu Steingríms. En hann virðist bara vera í álögum þessa dagana og ekki gera sér grein fyrir hvernig VG gæti varið styrk sínum. Ef fram fer sem horfir missir VG þann tiltrúnað sem flokkurinn hefur aflað sér undanfarin misseri sem heiðarlegasti stjórnmálaflokkur landsins. Kjósendur hans munu ekki þola honum svik í ESB málinu né styðja hann til annara vondra verka eins og að samþykkja icesave samninginn.
Sigurður Sveinsson, 22.6.2009 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.