Skandall.

Þessi útvarpsskattur er algjör skandall. Best væri að leggja þessa ömurlegu stofnun niður. Hún hefur snarversnað síðan hún var gerð að opinberu hlutafélagi. Sjónvarpsefnið er algjörlega vonlaust. Ef fólk vill halda í þetta hræ ætti að gera það að áskriftarsjónvarpi eins og stöð 2. Þá gætu menn keypt sér aðgang að Páli, Þórhalli, Popppunkti og öllu hinu ruslinu og við hin gætum haldið aurunum eftir í veskinu.
mbl.is Pappírsfélögin greiða líka útvarpsgjald til ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála, þessa stofnun á að einkavæða og láta þá borga sem vilja njóta. Persónulega held ég að þetta hljóti að vera leiðinlegasta útvarps/sjónvarpsstöð í heiminum og ergi mig alltaf þegar ég hugsa um að ég sé þvinguð til að borga fyrir þetta.

Edda (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 07:55

2 identicon

RUV; staða og hlutverk?

Ríkið ætti að eiga rás 1. = Kjölfesta, hlutleysi, almannavarnir, að miðla uppbyggjandi fróðleik, standa vörð um íslenska menningu og reyna að þoka mannlífinu eitthvað uppá við í þroska.

Það mætti hinsvegar deila um rás 2.

Fer eitthvað þar fram sem aðrar stöðvar geta ekki sinnt?

Sjónvarpið.

RUV ætti að sérhæfa sig í sýningum á fræðsluefni=Vera óbeint framhald af Háskólanum;

miðla uppbyggjandi fróðleik; Td. þættir eins og viðtalið & Hvað veistu!

Það sár-vantar íslenskan þátt eins og Nýjasta-tækni & vísindi var.

(Að geta kafað dýpra í allskyns mál sem koma upp og miðla fræðslu).

Mér þætti það stór-frétt að fá að sjá einhverkonar verð- lista yfir alla þá þætti sem eru keyptir inn eða framleyddir hjá RUV; til að fá einhverja tilfinningu fyrir verðmæta-gildum í þessum málum.

Það sem mætti missa sín; mín vegna eru eftirfarandi þættir:

-Popp-punktur.

-Allar akstur-íþróttir.

-Skóla-klíkur.

-Illt blóð.

-Allir boltaleikir.

-Sápugerðin.

-Bergmálsströndin.

-Ljóta Betty.

-Hrúturinn Hreinn.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:28

3 identicon

Ef þú tekur þessa þætti út hjá RÚV þá ertu búinn að taka þá þætti sem ég horfi á hjá RÚV fyrir utan fréttir þegar ég missi af þeim hjá stöð 2.  Þannig að það eina sem réttlætir fyrir mér að borga af RÚV er einmitt þessir þættir.  Svo hvað varðar almannavarnir sem RÚV á að sjá um þá var einkastöð á undan RÚV þegar jarðskjálftarnir voru á suðurlandi.

Það má líka deila um það af hverju við borgum fyrir bíl sem forstjórinn ekur á.  Af hverju er það?

Skúlinn (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:53

4 identicon

Þyrfti að hefja framleiðslu á Nýjustu tækni og vísindi aftur.

og það er satt að þetta er skandall.

vonandi að flenssan nái ríkisbákninu.

Bragi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 08:55

5 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ekki hrútin Hrein hann er eiginlega það eina sem hægt er að horfa á í sjónvarpinu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.7.2009 kl. 10:40

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Tek undir með Jóni. Hrúturinn Hreinn er andskoti góður karakter.

Sigurður Sveinsson, 30.7.2009 kl. 12:00

7 identicon

Getur ekki verið ágætt að láta skúffufyrirtækin borga þessa aura sem útvarpsskatturinn er, sennilega eina sem þau leggja til samfélagsins. Hinsvegar er ég sammála, RÚV er dapurlega léleg stofnun með alltof mikil auraráð miðað við framlag til þjóðar og menningar.

merkúr (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband