Glóra.

Ég held að þessi hugmynd sé sú langskásta af þeim tillögum sem fram hafa komið. Ef ekkert verður að gert fer helmingur þjóðarinnar á hausinn. Sanngirnisrök mæla líka með þessari leið. Þá getum við áfram búið á heimilum okkar og höfum í okkur að borða. En það má alls ekki bíða lengur. Ríkisstjórninni verður fyrirgefið sumt af afglöpum sínum ef hún lætur nú hendur standa fram úr ermum og framkvæmir loks eitthvað vitrænt.
mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Þá er Kalli í Pelsinum á þessum lista - hann kemst af með 120þ á mánuði sama á vð um Bubba kong

Jón Snæbjörnsson, 3.9.2009 kl. 08:04

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta þýðir að millistéttin verði þurrkuð út og allar jafnréttisreglur brotnar. Allir komast á fátæktarlevelinn fyrir rest og ekki mun sjást högg á vatni.  Þetta er þvaður og bull, því að það er engin ástæða til að ætla annað en að þeir, sem geti borgað borgi. Hitt er svo annað mál að það er eins og að moka sandi í botlausa tunnu fyrir flesta. Skuldfarganið hækkar og hækkar og kjör þeirra, sem enn hafa einhverja innkomu rýrna og rýrna.

Hvurslags hálfvitar eru þetta?

Jón Steinar Ragnarsson, 3.9.2009 kl. 08:32

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta er að sjálfsögðu ekki langtímalausn heldur haldreipi í bili. Ráð til að forða mörgum frá gjaldþroti á bráðanæstunni. Við þurfum nýtt fólk til að stjórna landinu. Fólk með nýja sýn og lausnir til framtíðar. Flestir þingmenn okkar eru langþreyttir og gjörsamlega úr takti við raunveruleikann.

Sigurður Sveinsson, 3.9.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband