Pínulítið hér og þar.

Það verður ekki af Steingrími skafið að hann virðist hafa ótakmarkaðan vilja til að uppgötva nýja skatta.Nú er það heitavatnið sem meirihluti þjóðarinnar notar til að hita upp hús sín. Enn einn neysluskatturinn sem bitnar meira á þeim sem minnst hafa en hinum sem hærri hafa tekjurnar. Þetta er bara afar sorgleg staðreynd. Ég er alveg hættur að botna í þessum manni. Manninum sem ég hef stutt allt frá því hann stofnaði VG. Nú bíð ég eftir því að hann leggi skatt á köttinn minn. Margir eiga gæludýr og þarna er örugglega hægt að ná í nokkrar krónur upp í vextina af icesave. Þrælafjötrana, sem þessi alþýðuforingi leggur svo ríka áherslu að viðja okkur í. Hann er svo sem ekki öfundsverður af drulludíkinu eftir hrunflokkana 3, íhald, framsókn og SF. En er ráðherradómurinn svona dýrmætur? Stóllinn svona mjúkur og völdin svona sæt? Er það þess virði að sitja í ríkisstjórn með SF og láta þann flokk hafa frjálsar hendur varðandi ESB málið og þurfa að svíkja loforð sem þessi ráðherra gaf kvöldið fyrir kosningarnar í vor?  Stuðningi mínum við þennan mann er lokið og vonbrigðin eru virkilega sár og nöturleg.
mbl.is Nýtt gjald á heitt vatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tja, ég held það væri nokkuð sama hver sæti í stól fjármálaráðherra, hann YRÐI að leggja á aukna skatta. Við komumst ekki undan því að þurfa að greiða fyrir allt sukkið hjá íhaldi og framsókn undanfarna áratugi. Eina sem við þurfum og eigum að skammast út í hvert annað fyrir er einfaldlega að hafa ekki kosið Steingrím í stjórn miklu fyrr! - Ég held líka að það sé óhjákvæmilegt að skattleggja heita vatnið með sama hætti og raforku, þótt ekki væri nema til að gæta jafnræðis.

Gamlingi (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 07:51

2 Smámynd: Arnar Bergur Guðjónsson

Gamlingi....

það verður líka að horfa til þess að fjöldi fólks er á lágum launum að það hefur varla efni á að lifa.

Fyrirtæki eru að lækka launakostnað sinn með því að bjóða allt að atvinnuleysisbótum.

ég er bara einfaldlega búinn að gefast upp....

það liggur við að maður klári bara lífið í snörunni...

Arnar Bergur Guðjónsson, 24.11.2009 kl. 08:33

3 identicon

Þetta er klassísk lausn vinstrimanna á efnahagsvanda.  Nokkuð sem allir hagfræðignar með vita hafa afsannað. 

Á meðan flest ríki heims lækka skatta hjá sér til að örva efnahagslífið hjá sér, gerar stjórnvöld hér á landi hið gagnstæða.  Ég spyr bara, hvernig á fólk að lifa af hérna?

Óbeinir skattar eins þessir orkuskattar munu stórhækka verðtryggð lán heimila og fyrirtækja og íþyngja þessum aðilum enn meira en orðið er.

Hvernig væri nú að skapa hér meiri atvinnu og byggja upp atvinnulífið til að skapa hér verðmæti.  Núverandi stjórnarflokkar virðast ekki hafa það á stefnuskrá sinni.

Og þessi lélega afsökun að verið sé að hækka skatta til borga fyrir sukk Framsóknar og Sjálfstæðisflokks á bara ekki við rök að styðjast.  Fyrir hvað sukk erum við að borga fyrir? 

Á meðan fá allir þessir auðmenn að flýja til útlanda og sleppa þar með undan réttvísinni fyrir að hafa platað peninga út úr fólki hér á landi.  Svo er einhver seinheppinn embættismaður hengdur fyrir þetta allt vinstrimönnum til mikillar gleði ef því að um er að ræða Sjálfstæðismann tengdan Davíð.

Eiga þessir nýju skattar bara ekki að standa undir öllum afskriftum á skuldum óreiðumanna og svokallaðra auðmanna sem bankarnar eru í óða önn að láta niður falla?

Ég hef hitt margt fólk úti í bæ sem er reitt út af þessum skattahækkunum og ætlar aldrei að kjósa SF og VG aftur.

Ég auglýsi hér með eftir flokkum sem ætla að lækka skatta og efla hér atvinnulífið.  Þessir flokkar munu fá mitt atkvæði.

Björn J. Gunnþórsson (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband