Hverju á að trúa.

Að utan berast þær fréttir að engin beiðni hafi borist frá íslenskum stjórnvöldum um nýjar viðræður í icesave deilunni. Varla er hægt að búast við svörum ef þetta er rétt. Við skulum afhenda þessum gönlu nýlenduveldum þessa 17 milljarða sem ku vera í innstæðutryggingasjóði og reyturnar af landsbankanum í þessum löndum. Punkum og basta af okkar hálfu. Fellum svo lögin þann 6. mars og látum bara reyna á þjóðréttarlega stöðu okkar í málinu. Það er að koma æ betur í ljós að það var aldrei nein ríkisábyrgð á innstæðum þessa einkabanka sjálfstæðisflokksins í þessum löndum. Stöndum í lappirnar og látum reyna á þetta. Hræðsluáróður ríkisstjórnarflokkanna er blásinn upp af valdasýkinni sem hrjárir þá svo mjög. Samfylkingin er tilbúinn til hvers sem er til að styggja ekki vini sína í Brussel og Steingrímur hangir í pilsfaldi Jóhönnu. Málflutningur stjórnarandstöðuflokkanna er reyndar ekki mjög trúverðugur. Það er auðvitað mikil nauðsyn á að hleypa þeim ekki til valda á ný. Sporin hræða. Andi Halldórs og Davíðs svífur enn yfir vötnunum og arfurinn sem við fengum eftir þessa menn, spillingin og misskiptingin er enn til staðar.
mbl.is Engin svör hafa borist að utan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sé að þú ert ekki hrifinn af stjórnmálaflokkunum á Íslandi. Hverjir eiga að stjórna landinu að þínu mati?

Þú segir "einkabanka sjálfstæðisflokksins". Þrátt fyrir þessi svokölluðu helmingaskipti.... ertu nokkuð búinn að gleyma því að bankarnir voru auglýstir til sölu?

Annars get ég tekið heils hugar undir megininntak pistilsins hjá þér.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 08:22

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Helmingaskiptin voru enn til staðar. Auglýst var til málamynda. Bjöggarnir fengu Landsbankann og lán í Búnaðarbankanum til að kaupa hann og Óli Ólafs og Finnur fengu Búnaðarbankann og lán í Landsbankanum fyrir honum. Aldeilis tær snilld - eða hvað?

Sigurður Sveinsson, 21.1.2010 kl. 08:36

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Óháðir erlendir aðilar rannsökuðu söluferlið... tvisvar. Ekkert óeðlilegt fannst við þá rannsókn, hvorki varðandi söluverðið né annað.

Ég tek hins vegar undir með þér að þetta lánahringl, þvers og kruss var með ólíkindum. Svo kemur í ljós eftir hrun að í raun fékk ríkið aldrei greitt fyrir söluna, því lánin verða afskrifuð.

Skelfilegt rugl

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.1.2010 kl. 08:46

4 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er að sjálfsögðu mergurinn málsins. Þjóðin fékk ekkert. Það er ekki að sjá að Ólafur, Finnur og þeir feðgar séu alveg blankir. Auðvitað verðum við að hafa stjórn á landinu. Við þurfum ekki blóðurga byltingu heldur hugarfarsbyltingu. Flokksræðið ræður öllu. Steingrímur telur sig eiga VG með húð og hári þó sannleikurinn sé sá að einungis helmingur þingmanna flokksins fylgir honum. Ögmundur og Lilja Mósesdóttir létu ekki kúga sig, Guðfríður Lilja og Ásmundur Einar fengu þumalskrúfur, Atli flúði af hólmi og fleiri kusu gegn sannfæringu sinni varðandi ríkisábyrgðina. Þó ég sé ekki hrifinn af klappstjóranum á Bessastöðum sem neitaði að skrifa undir lögin þá ætla ég að kjósa gegn þeim. ÓRG var með þessu einungis að reyna að bjarga eigin skinni þó þið sjálfstæðismenn hrópið margir húrra fyrir honum núna.

Sigurður Sveinsson, 21.1.2010 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband