35.95%

Harmleikurinn um stjórnlagaþing stendur enn. Menn fimbulfamba um 82 eða 83þúsund atkvæði og telja lýðræðið fótum troðið. Margir trúa því að dómarar hæstaréttar séu handbendi sjálfstæðisflokksins. Það hafi verið kippt í spotta frá Valhöll og bingó: Allt ónýtt. Hvort sem álit Hæstaréttar er rétt eðan rangt þá er staðan sú að kosningarnar voru taldar ólöglegar. Það er fráleitt að einhverjir hinna sem fengu kjörbréf í ólöglegum kosningum ætli nú að væla nýtt álit útúr Hæstarétti. Það eitt sýnir að þeir hefðu verið óhæfir fulltrúar á þinginu. Úr því farið var af stað með þetta gæluverkefni forsætisráðherrans virðist skást að efna til nýrra kosninga, enda nóg af peningum til í ríkissjóði til fáfengilegra hluta þó þá skorti til annars. Ef lögin um stjórnlagaþingið hefðu verið afdráttarlausari og því hefði verið fengið eitthvert raunverlulegt vald hefði kosningaþátttakan orðið 70-80 % en ekki 35.95%. Það verður dýrt þetta álit 25 þekktra einstaklinga áður en yfir lýkur. Og því miður verður árangurinn enginn. Nákvæmlega ekkert nema þrasið og leiðindin.
mbl.is Vilja að Hæstiréttur endurskoði ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband