Skoðanakönnun.

Samkvæmt nýjustu könnun Gallup hafa stjórnarflokkarnir hreinan meirihluta. Það sem er athyglisvert við þessa könnun, en reynt að fela það eins og hægt er, er að fylgi VG frá fólki undir þrítugu er 41%. 25% sama hóps styðja sjálfstæðisflokkinn. Þetta gleður gamalt vinstrihjarta. Sýnir að unga fólkið er skynsamt og vill raunverulegar breytingar. Það er líka þessi hópur sem mest hefur fundið fyrir afleiðingunum af stefnu íhaldsins, sem hér hefur verið allsráðandi alltof lengi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Vinstri Grænir eiga bjarta framtíð má segja. Sjálfstæðismenn hafa gengið í gegnum mikla endurnýjun undanfarið t.d. með framboði Lofts Altice Þorsteinssonar en ljóst er að flokkurinn þarf að styrkja stoðir sínar fyrir framtíðina.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæll Siggi minn, við erum alltíueinu með sama bloggvin, hann Hilmar sem skrifar eins og smjörpakki úr Mjólkurbúi Flóamanna og mættu fleiri fylgja honum. En þetta með skoðanakannanir er eitthvað alltaf út í bláinn, ekkert að marka. Það þarf að finna nýtt kerfi og er þá næst að spyrja Gissur Jensen um það.

Wolfang (Eyjólfur Jónsson 5 mars)

Eyjólfur Jónsson, 8.3.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband