Sparnaður.

Umferðarstofu ætti að leggja niður strax. Hún er eitt alversta dæmið um ömurlega ríkisstofnun. Peningana mætti að hluta til nota til að efla umferðarlögregluna. Ekkert fyrirbyggir betur en sýnileg löggæsla á þjóðvegum landsins. Þar verða langflest banaslysin og þar er þörfin fyrir löggæslu mest. Það erum þó fyrst og fremst við sjálf sem verðum að vera vel vakandi. Því miður verður maður vitni að umferðarofbeldi á hverjum degi. Þar er þörf á hugarfarsbreytingu.  Það mun enginn sakna kjaftaskjóðanna á US. Blaðrið um hálkubletti hér og  snjóþekju þar og um að nú sé verið að malbika Snorrabrautina eru aðalsmerki US. Þarna mætti spara marga milljónatugi og þó hefðum við annað eins í aukið umferðareftirlit á þjóðvegunum.
mbl.is Umferðarráð varar við niðurskurði fjármagns til umferðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki annað hægt en að taka undir með þér um Umferðarstofu.

Kattavinur (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 13:27

2 Smámynd: RE

Eg er samála þér Siggi.

Síðustu 10ár hef ég verið að vinna á þjóðvegum landsins  (eftir að ég hætti að drullumalla hjá Höfninni,) maður hefur séð stór mun á löggæslu á þjóðvegum landsins. Síðustu árin er það hending ef maður sér lögreglu að störfum, Þeir eru sennilega allir ornir að möppudýrum sem eru að skila skírslu til Umferðarstofu, Eg skil ekki í þvi að vera plata þjóðina til að ferðast innanlands,

Hvað skildu margir drepa sig á þvi?

Íslendingar hafa enga ánægju af þvi að ferðast innanlands og vilja ruppa hringveginum af á 2-3 dögum,

RE, 26.5.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband