Ónothæf ríkisstjórn.

Þessi ríkisstjórn mun ekki koma neinu í verk við að leysa efnahagsvandann. Eina stefnumál SF er ESB. Það mál mun engu skila öðru en því, að við töpum yfirráðum yfir auðlindum okkar. Það þarf að einangra SF í stjórnmálunum. VG ætti að rjúfa samstarfið sem allra fyrst og mynda nýja stjórn VG, B og D. Steingrímur yrði forsætisráðherra og ESB málið úr sögunni að sinni. Þessi stjórn gæti strax hafist handa við að bjarga því sem bjargað verður og kröftunum yrði ekki eytt í að þvarga um ESB málið sem er stórhættulegt. M.a.s. Össur er strax kominn út í heim blaðrandi eins og honum einum er lagið um ESB. Er hann á Möltu með fulltingi VG? Það þarf einstakar geðluðrur til að sætta sig við svona vinnubrögð. Ef VG svíkur í ESB málinu verður það flokknum mjög dýrkeypt. Ég var, eins og margir aðrir, í vafa fyrir kosningarnar. Afdráttarlaus afneitun Steingríms á ESB í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar réð úrslitum hjá mér. Menn skulu heldur ekki gleyma sérstakri samþykkt VG á flokksþingi um að við værum betur komin utan ESB. Ég hef hingað til talið VG heiðarlegasta flokk landsins. Nú reynir á að standa við orð sín.
mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo því sé haldið til haga þá lögðu B og D fram tillögu um undirbúning aðildarviðræðna við ESB þannig að ég sé nú ekki að VG myndi stjórn með þeim með það á dagskrá að sækja ekki um ESB.

gh (IP-tala skráð) 3.6.2009 kl. 08:21

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Tillaga D og B er einungis til höfuðs tillögu SF. Gera málið flóknara og tefja það sem er gott í sjálfu sér.  Meirihluti þjóðarinnar yrði feginn ef málið yrði tekið af dagskrá og fólk snéri sér að því sem nauðsynlegt er að gera strax.

Sigurður Sveinsson, 3.6.2009 kl. 09:35

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Því miður er þessi greining rétt hjá þér.  Réttast væri að mynda stjórn V+B+D og jafnvel O með.  Ég get ekki séð að Samfylkingin í sinni þriðju ríkisstjórn sé að gera neitt af viti.

Axel Þór Kolbeinsson, 3.6.2009 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband