Kjúklingabandalagið.

Fyrsta skrefið að innlimun í ESB hefur verið stigið. Steingrímur aðalritari telur það vera í samræmi við ályktun flokksþings VG. Ég tek ofan fyrir þeim þingmönnum VG sem létu ekki kúga sig. Flokkar hafa löngum svikið kosningaloforð sín. Kvöldið fyrir kosningarnar í vor var undirritaður í vafa um hvernig hann verði atkvæði sínu. Ég hafði ekki ástæðu til annars en að treysta orðum Steingríms að hann væri andvígur ESB.  En loforð virðast fallvölt. Steingrímur er nú óumdeilanlegur meistari í kosningasvikum. Ég mun ALDREI kjósa VG framar. Kvislingarnir í Noregi báðu flestir um vægð eftir stríðslok. Það örlaði á iðrun hjá þeim. Steingrímur reynir að réttlæta svik sín. Til þess að við getum étið ódýrari kjúklinga. Það virðist ekki skipta máli þó íslenskur landbúnaður verði lagður í rústir. Það er líka löngu alkunn staðreynd að við fáum engar varanlega undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB. Allir fiskistofnar ESB ríkjanna eru í auðn eftir rányrkju undanfarinna ára og þau horfa hýru auga eftir fiskinum okkar. Það gerir líklega ekkert til því við fáum bara nóg af kjúklingum í staðinn. Steingrímur kallaði mann einu sinni druslu og gungu. Stundum verða orð að áhrínsorðum. Það hefur sannast hér. Aðalritari VG er drusla og gunga. Það er lítið mál fyrir slíkt fólk að svíkja kjósendur sína. Megi skömm hans og hinna druslnanna í VG ekki gleymast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hjartanlega sammála þér er þú bendir réttilega á þessa sorglegu staðreynd: "Steingrímur reynir að réttlæta svik sín. Til þess að við getum étið ódýrari kjúklinga. Það virðist ekki skipta máli þó íslenskur landbúnaður verði lagður í rústir. Það er líka löngu alkunn staðreynd að við fáum engar varanlega undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB. Allir fiskistofnar ESB ríkjanna eru í auðn eftir rányrkju undanfarinna ára og þau horfa hýru auga eftir fiskinum okkar."  Ég skil ekki hvernig íslenskir stjórnmálamenn geta "eytt tíma í ferli sem mun RÚSTA landbúnaði okkar & sjávarútveg" - það er mér alveg óskiljanlegt fyrir utan alla aðra ókosti sem fylgja inngöngu í EB....!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 18.7.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband