Lítið í eigin barm.

Það er góðra gjalda vert að leggja til bætt siðferði.En það er einkennilegt að beina tilmælum til stjórnvalda um að koma í veg fyrir að siðferðið sem tók völdin þegar þeir Halldór og Davíð gáfu vinum sínum bankana nái fótfestu að nýju. Hefur siðferðið eitthvað breyst? Ekki sýnist mér það nú.Mikið af sama fólkinu er enn við stjórn bankanna. Þar hefur engin hreingerning verið gerð. Sumir sem þar voru eru reyndar orðin áhrifamenn á mála hjá ríkisstjórninni og gera stórar kröfur í gjaldþrotabú gömlu bankanna. Og þegar það er gagnrýnt er gripið til þessa að segja að aurarnir muni renna til góðgerðarmála. Það eru nú aldeilis göfugheit.Græðgin ræður enn ríkjum. Ekki einn einasti útrásarvíkingur eða bankastjóri hefur viðurkennt minnstu mistök eða ábyrgð á kaosinu. Það er til heill hellingur af fólki með óflekkað mannorð sem gæti tekið við eftir að hreinsað hefur verið til í gjörvöllu fjármálakerfinu og eftlitsstofnunum þess. En stjórnvöld virðast bara engan áhuga hafa á því. Við erum enn á kafi í spillingu ættartengsla og einkavinavæðingar.
mbl.is Sparisjóðir vilja bætt siðferði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband