Bakbyrðar.

Hvernig væri að byrja á að gera þýfið upptækt? Stokka upp spilin. Hreinsa til í bankakerfinu og reka þá sem voru á kafi í drullumalli gömlu bankanna. Helmingurinn af embættismannakerfi ráðuneytanna mætti fjúka í leiðinni. Tökum líka til í seðlabanka og FME.  Við eigum fullt af ungu velmenntuðu fólki til að taka við. Ríkisstjórnin er líka rúin trausti. Framkvæmdavaldið hefur sölsað undir sig löggjafarvaldið og Alþingi er orðið puntstofnun sem gert er að segja já og amen. Ný og ný spillingarmál líta dagsins ljós á hverjum degi. Sýn heiðarlegs fólks á þessu volaða skeri er ekki björt nú í árslok 2008.
mbl.is Persson: Allir verða að bera byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólasveinar.

Sveinarnir eru víða á kreiki þessa stuttu og dimmu daga. Þónokkrir í ríkisstjórn, ráðuneytum og gjaldþrota ríkisbönkum. Megi nýja árið koma þeim sem flestum til fjalla.
mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Egg.

Mér finnst nú illa farið með þessar ágætu landbúnaðarafurðir. Það er svo sem von að fólk mótmæli en þetta er ekki rétta leiðin. Varla ber lögreglan heldur mikla ábyrgð á þessu hörmungarástandi ,sem nú ríkir í þjóðfélaginu. Við vitum að sökudólgarnir eru annarsstaðar.
mbl.is Geir Jón: Lítið má út af bregða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Della.

Það er bókstaflega yfirgengilegt að nokkrum skuli hafa dottið í hug að við kæmumst í öryggisráðið. Vonbrigði ISG og Geirs eru merki um algjöran dómgreindarskort. Hinsvegar er nú þversögn í skrifum þessa manns þegar hann talar um algjört jafnrétti þjóðanna. Stórveldin ráða þarna öllu og það mun áfram verða svo. Ég minni líka á ummæli þess mæta manns,Einars Odds Kristjánssonar, sem taldi það fáfengilega dellu að við íslendingar ættum erindi í öryggisráðið. Við skulum borða rjómapönnukökurnar hér heima framvegis.
mbl.is Framboð Íslands út í hött?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurlandsvegur.

Ég bý austan Hellisheiðar og á leið til Reykjavíkur annað slagið. Eins og reynslan sýnir er þetta einn hættulegasti vegarkafli landsins og bráðanauðsyn á úrbótum sem allra fyrst. Efnahagsástandið er reyndar ekki beysið nú um stundir. Ekki veit ég nákvæmlega hvað miklum fjármunum er varið til reksturs umferðarstofu. En það eru miklir peningar. Við skulum leggja þessa stofnun niður strax. Þar er hver silkihúfan upp af annari sem endalaust blaðrar út í eitt. Um að nú sé verið að malbika Snorrabrautina og það séu hálkublettir á Dynjandisheiði. Þessi stofnun er skólabókardæmi um ríkisrekstur af alverstu tegund. Það væri einfalt að afhenda skoðunarfyrirtækjunum bifreiðaskrána. Við höfum veðurstofu, netmiðlana og fleira til að segja okkur hvernig veðrið er. Umferðarstofa er hreint tilræði við geðprýði okkar flestra. Og líktalningarmannvirkið ofan við Draugahlíðina er þessari stofnun til ævarndi skammar. Það er alveg ljóst að sá eða þau sem áttu hugmyndina að þvi, þekkja ekki tilfinningar fólks sem á um sárt að binda eftir ástvinamissi í umferðinni. Notum fjármunina sem sparast við að leggja us niður til úrbóta á hættulegustu slysagildrum þjóðveganna. Við skulum líka efla umferðareftirlitið með því að gera lögregluna sýnilegri á þjóðvegum landsins. Og loks skulum við öll vera meðvituð um hætturnar og haga okkur í samræmi við það.
mbl.is Vara við Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðum þennan.

Eigum við ekki að athuga hvort þessi nýi Nóbelsverðlaunahafi er á lausu? Nýfrjálshyggjan gjaldþrota og við flest á leiðinni í sömu stöðu.
mbl.is Krugman fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sökudólgar.

Í svartnætti núverandi ástands í efnahagsmálum íslendinga leita menn sökudólga. Við vitum öll hverjir hafa stjórnað bönkunum undanfarin ár. Afleiðingar pókerspilamennsku þeirra skella nú á okkur af fullu afli. En bera þeir einir alla ábyrgðina? Er fólk búið að gleyma upphafi útrásarævintýrisins? Samkvæmt gömlu helmingaskiptareglunni skiptu þeir Halldór og Davíð gömlu ríkisbönkunum á milli gæðinga flokka sinna. Annar er í seðlabankanum og hinn í makindum erlendis. Og stikkfrí. Í 12 ár stærðu þessir menn sig af góðum árangri sínum. Árangri, sem hefur valdið því að þjóðin rambar nú á bjargbrúninni. Við skulum ekki gleyma þeim strax.


Einurð.

Það er ánægjulegt að heyra varaformann SF segja þetta. Ráðherrar SF hafa verið fáorðir um verk bankastjóra seðlabankans.  Meðal þeirra er maður sem nú leikur hlutverk slökkviliðsstjórans. Ætlar að slökkva eldinn sem brennuvargarnir kveiktu. Hann ætti kannski að hugleiða hver kveikti í fyrstu eldspýtunni.
mbl.is Vill seðlabankastjórana burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíldarheimili.

Undanfarna áratugi hefur seðlabankinn verið notaður sem hvíldarheimili fyrir aflóga stjórnmálamenn. Menn eins og t.d. Tómas Árnason, Birgi Ísleif Gunnarsson, Steingrím Hermannsson, Finn Ingólfsson og Davíð Oddsson. Enginn þeirra með menntun sem hæfir starfinu.  Þó ég nefni þessi nöfn á ég ekkert sökótt við við þessa menn. En væri ekki rétt að breyta um stefnu í þessum efnum? Fá til starfa góða menn sem hafa haldgóða menntun og þekkingu til starfans. Fullyrðingar um að sá sem hefur verið í pólitík sé orðinn svo bólginn af mannviti og reynslu að hann geti hvað sem er, er bara gömul bábylja. Við skulum breyta þessu við fyrsta tækifæri. Örlög heillar þjóðar kunna að vera í húfi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ein spurning.

Af hverju voru bankastjórar Landsbankans ekki leystir frá störfum strax í morgun? Svar óskast.
mbl.is Hundruð milljarða vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband