Eiturlyf.

Kunnur maður sagði einu sinni að trúarbrögðin væru eiturlyf fólksins. Ekkert hefur gert mannkindinni meira illt en trúarbrögðin. Menn drepa saklaust fólk í nafni trúar sinnar. Dæmin eru nærtæk nú um stundir. Það er með öllu óskiljanlegt að fólk á Íslandi skuli verja morðæði ísraelsmanna á Gasa. Þeir smöluðu saklausum borgurum, þ.á.m. mörgum börnum, inní byggingu og sprengdu hana síðan í loft upp. Afsaka sig síðan með því að þetta hafi verið tæknileg mistök. Og Gísli Freyr, Vilhjálmur Örn og Snorri í Betel sjá ekkert athugavert við þetta. Guðs útvöldu þjóð er allt leyfilegt. Þeir sem voga sér að gagnrýna framferði ísraelsmanna eru afgreiddir sem stuðningsmenn Hamas. Hryðjuverkamenn og iddjótar. Þetta er með hreinum ólíkindum.  Ég fordæmi eldflaugaárásir Hamas á Ísrael. Það væri hægt að koma á friði fyrir botni Miðjarðarhafs ef vilji væri til þess. Ísraelsmenn segjast ekki hætta fyrir en þeir hafi gengið milli bols og höfuðs á Hamassamtökunum. Þá skiptir engu hvað mörg saklaus börn þeir þurfa að drepa í leiðinni. Enda stendur guð þeirra með þeim. Og BNA. Kannski er það óskhyggja mín að breytingar verði nú þegar Obama tekur við. Vonin um frið er þó til staðar. En eiturlyfin eru líka til staðar. Því miður.

Rolur.

Ríkisstjórnin klúðrar þessu eins og flestu öðru. Við erum orðin langþreytt á stjórnarherrunum. Ráðleysið og sjálfbirgingshátturinn er yfirgengilegur.  Burt með ykkur strax.
mbl.is Fresturinn að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirklór.

Þetta er aumt yfirklór. Hverjir staðfestu að allt væri með felldu? Dýraníðingarnir sjálfir? Ég treysti dýralækninum miklu betur en forsvarsmönnum fyrirtækisins sem reyna að verja hagsmuni sína.
mbl.is Harma umfjöllun um Cintamani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dollarar.

Bandaríkjamönnum er í lofa lagið að stöðva árásir ísraelsmanna nú þegar. Það er þó líklega borin von til þess að svo verði. Peningar  bæta ekki þá föllnu sem fyrst og fremst eru almennir borgarar þ.á.m. mörg börn. Ísraelar stunda þetta morð- og eyðileggingaræði í skjóli bandarísku ríkisstjórnarinnar. A.m.k þangað til valdaskiptin í næsta mánuði fara fram.
mbl.is Gefa 85 milljónir dala til palestínskra flóttamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besta áramótaheitið?

Margt hefur nú þessi ríkisstjórn lagt á okkur. Við þurfum engin loforð frá þessum kvikfénaði ógæfunnar. (Rimbaud.) Snautið frá kjötkötlunum og skammist ykkar það sem eftir er ævinnar. Það væri það langskásta fyrir fólkið á þessu blessaða skeri. Á næsta ári skulum við reisa nýjan gunnfána. Ryðja nýjum gildum braut og jarða græðgina og spillinguna sem nú tröllríður hér öllu. Gleðilegt nýtt og betra ár 2009.
mbl.is Umsókn í þjóðaratkvæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagra Ísland.

Mjög athyglisvert. Auðhringurinn þarf ekki einu sinni að sætta sig við íslensk lög. Hvað segja kjósendur sem glæptust á að trúa kosningaloforðum SF? Fleyið fagra Ísland komst reyndar aldrei á flot. Liggur nú sokkið við bryggju. Ágætur minnisvarði um innihald orða ráðherra SF fyrir kosningar.
mbl.is Helguvík langt komin í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarmennska.

Eigum við ekki öll að vera jöfn fyrir lögunum? Eftirlaunalög þingmanna voru alger hneisa. HvorKi ISG né Geir vilja afnema óréttlætið nema að hluta. Illt er ranglæti ríkisstjórnarflokkanna en verra er þeirra réttlæti.
mbl.is Með jöfnuði eða ójöfnuði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sýndarakstur.

Þetta er í samræmi við annað hjá þessum hjálpræðissamtökum sem sum okkar eru svo ólm í að tengjast og halda að hér muni hunang drjúpa af hverju strái ef við göngum í ESB.  Festina lente segir gamalt latneskt máltæki. Við skulum flýta okkur hægt í þessum efnum.

Letigarðurinn.

Þetta er vont mál. Einhversstaðar verðum við að hafa pláss fyrir alla stórþjófana sem enn ganga lausir. Eða hvað? Það virðist lítill áhugi hjá valdastéttinni að bregða fæti fyrir hvítflibbaliðið. Auminginn, sem stelur einu læri fær tugthúsvist og lærið gert upptækt. En séra Jón og litli Jón er ekki það sama eins og fyrri daginn.
mbl.is Bagalegt að fresta nýbyggingu á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða, hvaða.

Hvaða læti eru þetta? Gleymum ekki að JÁJ ætlar að lána okkur fyrir jólunum. En svona er þetta allt saman. Laun heimsins eru bara vanþakklæti.
mbl.is Viðskipti, ekki fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband