Góð frétt.

Ósköp er nú notalegt að lesa svona frétt yfir kaffibollanum á laugardagsmorgni. Allavega fyrir okkur dýravini. Þetta dreifir líka huganum frá vondum fréttum.
mbl.is Kýldi hákarl kaldan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran.

Ég keypti nokkrar evrur fyrir jólin 2007 á 90 kr. pr. evru. Sennilega verð ég að greiða 180 fyir næstu jól. Hvað er að gerast?

Pókerinn.

Þegar ég var ungur maður spilaði ég stundum póker. Þetta var ágæt skemmtun en það var aldrei lagt mikið undir. Það eru aðrar aðferðir viðhafðar í pókerspilinu núna. Nokkrir sjórnmálamenn og vildarvinir þeirra stjórna spilinu. Þátttakendur eru fáir og þeir geta ekki tapað. Við, sem erum ekki með í spilinu, verðum að borga. Gjafakvótakerfi, einkavinavæðing, stóriðjustefna með gjafarafmagni og svo framvegis. Einn spilari fékk 300 milljónir bara fyrir að setjast við græna borðið. Nokkrir menn með milljónatugi í laun í mánuði hverjum. Ég gæti haldið áfram. En mér er að verða illt af þessu. Meirihluti þjóðarinnar er orðinn að ánauðugum þrælum vegna þessarar spilamennsku. Ég bíð eftir uppreisn gegn lénsherrunum.

Sama sagan.

Hvar er samkeppnin? Hún er ekki til nú frekar en áður. Sama verð uppá eyri. Eyri, sem lögum samkvæmt er ekki til lengur. Kannski eru forstjórarnir hættir að senda tölvupósta. Eða ræða svindlið augliti til auglitis eins og tíðkaðist lengi. En samráðið ræður þó ríkjum ennþá. Það væri fróðlegt fyrir okkur neytendur að fá skýringar forstjóranna á að þeir skuli vera með nákvæmlega sama verðið.  Það ætti ekki að vefjast fyrir mönnum með 30 millur í árslaun.
mbl.is Skeljungur og Olís hafa lækkað verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandall.

Þetta er þvílíkur skandall að það hálfa væri miklu meira en nóg. Það á að úrelda þessi ónýtu kofaræksni strax. Það er barnfjandsamlegt að þetta skuli gerast. Myndi borgarstjórinn sætta sig viða að afabörnin hans yrðu að sætta sig við svona húsnæði? Ég hélt að 21. öldin væri löngu gengin í garð.
mbl.is Heilsuspillandi kennslustofur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarauður.

Það er gott að vera með allt sitt á hreinu og getað talað digurbarkalega. Fiskimiðin okkar eru t.d. ekki þjóðarauður heldur auður fámenns hóps útvaldra. Það er einnig stefnt að því leynt og ljóst að afhenda einkaaðilum orkulindirnar. Hvað skyldi allt fólkið sem misst hefur atvinnuna eða er að tapa henni segja um þennan boðskap?
mbl.is Fáar þjóðir eiga slíkan auð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður þessi.

Svona fréttir eru ákaflega skemmtilegar. Þessi hefur einhverntíma fengið vel í gogginn. Kanski hefur hann bara étið eiganda sinn út á gaddinn.
mbl.is Feitan kött vantar húsaskjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi verslunarhættir.

Í dag var ég staddur í verslun Nóatúns á Selfossi. Það sem ág ætlaði að kaupa var ekki til. Á leiðinni út úr versluninni sá ég öskju með gráfíkjum. Mig langaði skyndilega í gráfíkjur. Auglýst verð kr. 287. Ég gekk að kassanum og þar kostuðu fíkjurnar 369 krónur eða  27,87% meira en auglýst verð. Ég hafði reyndar rekið mig á þetta áður og hafði orð á þessu við ungu stúlkuna á kassanum. Hún sagði sem satt var að hún gæti lítið við þessu gert. Ég vildi að verslunarstjórinn væri látinn vita. Svar ungu konunnar var að það væri margbúið að segja honum þetta. Þetta eru ekki einungis óþolandi verslunarhættir heldur ólöglegir að auki. Ég vona að verslunin Nóatún á Selfossi láti af slíkum vinnubrögðum. Fíkjurnar voru ágætar en það afsakar ekki vinnubögðin.

Olíumafían.

Viðskiptahættir olíufélaganna hafa lengi verið ámælisverðir. Samráðið virðist halda áfram. Það var líka dæmigert fyrir réttlætið í þessu landi að félögin voru sektuð en mafíósarnir sem stóðu fyrir því sluppu allir. Þeir hefðu haft gott af nokkuri dvöld á Litla-Hrauni. Hér áður fyrr var það regla ef bensín hækkaði á heimsmarkaði voru allir tankar ævinlega tómir hér. Ef það lækkaði voru þeir alltaf sneisafullir af dýra bensíninu. Hvernig væri nú að stjórnendur olífélaganna tækju sig á? Og hvernig má kalla það samkeppni að þau hækki eða lækki verðið á sama klukkutímanum og verðmunurinn venjulega tíeyringur? Einokunin er enn til staðar. Blómstrar jafnvel meira en nokkru sinni fyrr.
mbl.is Bensínverð úr takti við heimsmarkaðsverð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með ólíkindum.

Að flugöryggi skuli hafa verið stefnt í hættu vegna" sparnaðar" er með algjörum ólíkindum. Þetta mál þarf rannsóknar við. Menn hafa nú verið dregnir til ábyrgðar fyrir minni sakir. Ef vélin í bílnum þínum bilar ertu bara stopp. Annað gildir í flugrekstri. Þar er hlutum skipt út áður en þeir bila. Ef ekki eru til peningar til þess má flugvélin alls ekki fara í loftið.Væri ekki rétt að spyrja samgöngu- og dómsmálaráðherra viðeigandi spurninga?
mbl.is Keðjuverkun sem leiddi til örþrifaráða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband