Pukur.

Hvar er gegnsæið sem þessi stjórn lofaði? Allt upp á borðið sagði Jóhanna. En þegar mál þolir ekki dagsljósið eru viðhöfð nákvæmlega sömu vinnubrögðin og áður. Plottað og rottað með stórmál eins aðildarviðræður við ESB. Það er líka afar sérkennilegt við vinnubrögðin að nánast allt situr á hakanum vegna þráhyggju SF í þessu máli. Þó sumir vinstrimenn fagni því að SF og VG  hafi náð saman um stjórnarmyndun þá er ég ekki einn þeirra. SF hefur ávallt verið hugsjónalítill hentistefnuflokkur. Fá að vera við kjötkatlana og veiða uppúr bestu bitana handa gæðingum sínum. Hugsjónin helst að koma okkur í ESB og markaðsvæða heilbirgðiskerfið. Ég treysti Sigmundi Davíð og Bjarna Benediktssyni betur en Össuri og Jóhönnu. Það á að skilja SF eftir úti í kuldanum með þráhyggju sína. Gera forystumönnum flokksins ljóst að ekki verði verslað með ESB málið.
mbl.is „Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sammála. Samfylkingin er getu-og náttúrulaus klúbbur sem dreymir um vel launuð störf á kontórum og góð fyrirtæki sem hægt er að skattleggja fyrir velferðarkerfið. Lengra nær þeirra sýn ekki. ESB er stýrt af fulltrúum jafnaðarmannaflokka Evrópulandanna og samfarafólkið á Íslandi trúir því að Ísland verði eitthvert fósturbarn stórveldanna í ESB sem eigi svo ofboðslega mikla peninga.

Samræðupólitík! sagði Ingibjörg og snaraðist á bak prikinu sem hún reið á að sækja okkur atkvæði í Öryggisráðið. Nú þorir Jóhanna varla að afhenda stjórnarandstæðingum samningsdrögin  sem Steingrímur var búinn að gera ómarktæk af prakkaraskap. "Það er algert grundvallaratriði að þið haldið þessu leyndu fyrir helvítis pakkinu" sagði hún við formennina þegar hún afhenti þeim skjölin. "Þetta er trúnaðarmál á borð við raforkuverðið til Alcoa" sagði hún og varð hörð undir brúnina.

Dálítið undarleg stjórnmál þessi samræðustjórnmál.

Árni Gunnarsson, 14.5.2009 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband