Pukur og leynd.

Þessi ríkisstjórn lofaði siðbót í pólitíkinni. Hún er jafnvel enn verri í þessum efnum en fyrri ríkisstjórn og er þá langt til jafnað. Gegnsæi, allt uppá borðið og öllum steinum átti að velta við. Þess í stað ræður pukur, leynimakk og það sem verst er af öllu að ráðherrar ljúga beint uppí opið geðið á okkur. Þó öll þjóðin sé að því komin að springa af leiðindum yfir icesave málinu á þingi, sjálfumgleði fjármálaráðherrans og lyginni og óheilindunum í garð flokksmanna sinna, vona ég samt að málið verði geymt fram yfir áramótin. Við þurfum allan sannleikann uppá borðið svo lygamerðirnir hafi ekki sigur í þessu stærsta hagsmunamáli okkar nú um stundir og áratugi inní framtíðina.Hann var holur hljómurinn í rödd Steingríms í vikunni þegar hann lagði áhverslu á andstöðu sína við ESB. Maðurinn sem þurfti ekki nema sólarhring til að svíkja eitt stærsta kosningaloforð sitt reynir nú að villa á sér heimildir. Væntanlega er það hugsað til að blíðka Ásmund Einar Daðason, sem því miður ef satt reynist, er að gefast upp fyrir ráðherranum í afstöðu sinni til ríkisábyrgðarinnar. Það er ömurlegt að hugsa til þess, einkum sem tryggur kjósandi VG allar götur frá 1999, hvernig komið er fyrir Steingrími J. Sigfússyni. Aldrei hefur nokkur stjórnmálamaður valdið eins mörgum kjósendum flokks jafnmiklum vonbrigðum með framferði sínu og Steingrímur hefur gert frá því kosið var til þings í vor. Hann fær vonandi uppskeru í framtíðinní í samræmi við sáninguna.
mbl.is Leynd sem verður að skýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Pukur og leynd er miklu meiri á meðal Fyssinga en stjórnmálamanna. Sjáðu bara Gissur Jensen, hann er ennþá að pukrast með rörasprengjurnar sínar undir brúnni. Biddi er sagður hafa náð í púður handa honum sem springur á þess að það heyrist nokkur hvellur! En það vildi ekki Gústi sem er mikið fyrir háa hvelli. Hann seigir að hann tíni maðka með því að fæla þá upp með kínverjum. Hann gerði það einu sinni á túninu hjá Ellu dönsku, en þá sendi hún út hundinn stóra og hefur Gústi bara tínt á hundlausum stöðum eftir það. Svo það er meira pukur þarna!!

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 4.1.2010 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband