Þráseta.

Í þessari frétt er talað um að 15% þingmanna hyggist hætta en 85% vilji sitja sem fastast. Ég væri sáttur ef þessu væri öfugt farið.
mbl.is Flokkarnir velja í forystusveitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin rök.

Geir viðurkennir að bera nokkra ábyrgð á bankahruninu. En bætir svo við að hann þurfi ekki að biðja afsökunar fyrr en sérstakur saksóknari hafi komist að nisðurstöðu. Það heldur því enginn fram að Geir beri einn ábyrgðina. Hann væri maður að meiri ef hann bæði þjóðina afsökunar strax.
mbl.is Geir: Biðst ekki afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uss.

Það var kraftaverk þegar þessi maður náði kjöri með yfir 40% atkvæða. Hafði þó meirihluta sinna fornu flokksmanna í Alþýðubandalaginu á móti sér. Hann hefur margt ágætt gert en á stundum verið hroðalega mistækur.En hann hefur sannarlega ekki skítlegt eðli. Það er gullvæg regla að hugsa áður en menn tala. Það er líka nauðsynlegt að gæta orða sinna. Forsetinn hefði gott af að hugleiða það vel. Vertu forseti en láttu stjórnmálamennina um pólitíkina.
mbl.is Skapstóri forsetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannval.

Það hefur löngum loðað við okkur sunnlendinga að hafa kosið okkur arfaslaka þingmenn. Þar eru þó undantekningar. Í síðustu kosningum vann Atli Gíslason þingsæti fyrir VG. Þrælduglegur og eldklár náungi. Nú eru þeir Guðni og Bjarni horfnir af þingi og þó ég sé lítt hrifinn af framsóknarflokknum er nokkur eftirsjá að þeim félögum. Kannski að stelpurnar sem við tóku eigi eftir að gera góða hluti. Björgvin sagði af sér. Fimm mínútum áður en hann hefði hvort eð var orðið að hrökklast úr ráðherrastóli. Og svo höfum við rauðhærða fyrirbærið úr Vestmannaeyjum sem fæstir skilja hvernig kominn er á þing. Þingmenn íhaldsins eru svo alveg sérkapituli. Og nú hafa þeir allir gefið kost á sér áfram. Það er auðvitað frábært fyrir andstæðinga íhaldsins. Kjartan þögli, Árni með skínandi uppreista æruna og nafni hans sem var við stýrið í fjármálaráðuneytinu þegar allt hrundi. Ekki aldeilis amalegt fyrir okkur sunnlendinga að eiga kost á svona snillingum.  Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni. Mín von er sú að menn verði dæmdir af verkum sínum. Þá getum við búist við betri tíð í þessum efnum og þurfum ekki að skammast okkar niður í tær.

 


Brýning.

Staðreyndirnar sem hér eru raktar ættu að verða hvatning til stjórnvalda til að ráðast í aðgerðir gegn atvinnuleysi. Núverandi stjórn á að vera óhrædd að taka til góðra verka. Setja mannfrekar framkvæmdir í forgang. Svo vonum við að við fáum öfluga framfarastjórn eftir næstu kosningar. Refsum flokkunum sem komu okkur í þessa stöðu. Þeir Davíð og Halldór eru versta forsending sem nokkurtíma hefur komið inní okkar stjórnmálasögu. Og andi þeirra svífur enn yfir vötnunum.
mbl.is Tæmist sjóðurinn í árslok?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðreyndir.

Þetta er kolrangt hjá Sturlu. Það er auðvitað meginmunur á núverandi ríkisstjórn og starfsstjórninni sem Einar var í. Þó núverandi stjórn sé minnihlutastjórn nýtur hún stuðnings 34 þingmanna. Þegar ákvörðun Einars var tekin hafði hann 25 þingmenn á bakvið sig.  Það er flestum ljóst að tímasetning þessarar ákvörðunar er engin tilviljun. Þarna var bara verið að kveikja ófriðarbál. Ákvörðun um að hefja hvalveiðar að nýju hefði átt að bíða nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningar. Hvort sem menn vilja leyfa hvalveiðar eða ekki var þetta hin mesta óhæfa. Persónulega finnst mér að við eigum að nýta hvalinn eins og annað í sjónum. En ákvörðun hins uppgjafa ráðherra var tekin á afar hæpnum forsendum og er honum til ævarandi skammar.
mbl.is Hárrétt ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýðræði peninganna.

Eftir 12 ára valdasetu íhalds og framsóknar er augljóst að þeir eiga miklu meira fé en aðrir flokkar. Enda fela þeir fjármál sín vandlega. Mér kæmi ekki á óvart þó framsókn muni efna til mikillar áróðursherferðar um eigið ágæti. Þó nú sé kominn nýr formaður þá hefur lítið breyst. Sporin hræða og spillingarstimpillinn er blautur enn. Það er nauðsynlegt að allir flokkar spari sem allra mest. Þetta verði stutt og snörp kosningabarátta með lágmarkskostnaði.
mbl.is Dýr kosningabarátta er ekki í spilunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímasóun.

Heldur fannst mér nú nöturlegt að fylgjast með atburðarásinni við stjórnarmyndunarviðræðurnar í gær. Jóhanna og Steingrímur voru búin að brosa út að eyrum alla vikuna. Svona eins og smábörn sem hafa fengið nýtt leikfang. Um miðjan dag var brosið horfið og bitur vonbrigðasvipur á andlitunum. Vondi framsóknarstrákurinn búinn að skemma allt saman. Vandræðagangurinn öllum ljós. Svona vinnubrögð eru fyrir neðan allar hellur. Það á að taka stjórnarmyndunarumboðið af ISG strax og skipa utanþingsstjórn. Hver einasti dagur er dýrmætur. Margir farnir í súginn nú þegar. Heldur fólk virkilega að framsóknarflokkurinn sé breyttur þó hann hafi skipt um formann?  Þetta er bara hroðalegt klúður. Langbesta leiðin að skipa utanþingsstjórn í hvelli. Þau Björg og Gylfi yrðu mjög góð innanborðs í slíkri stjórn. Við erum orðin langþreytt á þessum skrípaleik. ÓRG hefur nú tækifæri á að endurvinna eitthvað af traustinu sem hann hefur löngu glatað.

Þras.

Þetta þras kann að verða okkur dýrkeypt. Kannski megum við eiga von á að því ljúki ekki fyrr en 25. apríl. Þó forsetinn sé nú ekki hátt skrifaður hjá mér nú um stundir þá legg ég til að hann  skipi utanþingsstjórn í einum grænum.
mbl.is Ný ríkisstjórn eftir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttur maður.

Ef það verður ofan á að þessi maður verði viðskiptaráðherra er þjóðin heppin. Það er ekki hægt að ætlast til að hann geri kraftaverk í einni svipan og enginn er öfundsverður af að taka við ráðuneyti í nýrri stjórn.  Mjög stuttu fyrir bankahrunið sagði hann að allir bankarnar væru gjaldþrota og Sigurður í Kaupþingi vandaði honum ekki kveðjurnar. Hann reyndist sannspár og ég óska honum sannarlega fararheilla í nýja starfinu.

 


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband