Engin takmörk?

Eru engin takmörk á dellunni sem getur oltið uppúr þessum þingmanni? Heldur hann við tökum meira mark á honum en þeim mikla fjölda af " svokölluðum sérfræðingum" sem hann er að gera svo lítið úr með þessum orðum sínum? Mér er svo sem sama um þetta blaður ef Steingrímur er að ná áttum. Hvernig væri nú að Steingrímur settist niður með fyrrum vopnabróður og samherja, Ögmundi Jónassyni, og ræddi icesave málið á vitrænum nótum og tæki þessa gatslitnu plötu plötu af fóninum? Hann yrði sannarlega maður að meiri og það er öllum hollt að losna við meinlokur á borð við þá að við eigum að una við lögin sem samþykkt voru milli jóla og nýárs vegna þess að þau séu það skásta í stöðunni. Það sáu það allir að Ásmundur Einar og Guðfríður Lilja voru með þumalskrúfurnar vel njörvaðar á sér. Þó ég sé nú lítt hrifinn af populistanum suður á Bessastöðum þá var augljóst að hann gat lítið annað gert en að neita að skrifa undir lögin. Stundum hefur fólk rangt fyrir sér. Það er engin skömm að geta skipt um skoðun. Steingrímur fengi mikið til baka af glötuðu trausti okkar margra sem kusum VG í síðustu kosningum ef hann staldraði við og hætti að tala um að allir sem eru honum ekki sammála í þessu máli séu bara að þvælast fyrir. Lítið eða ekkert af hræðsuáróðinum um að allt fari úrskeiðis ef lögin verða felld hefur ræst. Við breytum ekki fortíðinni. Hún verður þarna áfram. En við getum haft áfhrif á framtíðina. Steingrímur missir ekki andlitið við að staldra við og hugleiða hvort ekki sé nú rétt að skipta um kúrs. Heillastefnu fyrir okkur og komandi kynslóðir og  verða þannig til þess að okkur takist að standa í lappirnar í stað þess að láta undan ofbeldinu og viðja börnin okkar og barnabörn í skuldafjötra.  Mjög margt bendir til þess samkvæmt þjóðréttarreglum að okkur beri alls ekki að greiða þessa skuld. Og alls ekki á þann veg sem nýju lögin neyða okkur til.
mbl.is Björn Valur: Umræðan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fúl á móti.

Það þýðir ekkert að fara í fýlu. Þó hrifning mín sé takmörkuð á núverandi ríkisstjórn þá vona ég að hún haldi ró sinni. Hrifningaróp íhalds og framsóknar boða ekkert gott. Málflutningur þessara yfirhrunflokka landsins hefur verið brjóstumkennanlegur í icesavemálinu. Ábyrgð íhaldsins að sjálfsögðu langmest þó það kenni öllum öðrum um. Ef staða þessa máls nú verður til þess að þessir orsakavaldar hrunsins komast aftur til valda eru okkur íslendingum allar bjargir bannaðar. Nú þurfum við öfluga PR starfsemi. Koma sannleikanum á framfæri og leiðrétta alla delluna sem nú tröllríður nánast öllum erlendum fjölmiðlum. Lofum forsetanum að fara til Indlands með farmiða bara aðra leiðina. Nú er meira áríðandi en nokkru sinni fyrr að hugsa yfirvegað og gera ekkert í fljótræði. Jafnframt þarf þó að vinna hratt og það er góðs viti að Alþingi hafi verið kallað til starfa á föstudaginn.  Mörg okkar sem kusum ríkisstjórnarflokkana erum ekki ánægð með frammistöðu þeirra. En skammtímaminnið er ekki horfið. Spor íhalds og framsóknar hræða. Framtíðarlandið þarf að byggja upp án áhrifa þessara flokka. Nú væri hollt fyrir Steingrím J. Sigfússon að taka upp nánara samstarf við fyrrum fóstbróður sinn og samherja, Ögmund Jónasson. Þá myndu ýmis okkar verða fúsari til að fyrirgefa honum. Við getum endurreist Ísland. Við skulum gera það og láta það takast vel.
mbl.is Mikil reiði í stjórnarliðinu vegna ákvörðunar og framkomu forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavinurinn ljúfi.

Það styttist nú í að ÓRG hefji upp raust sína. Ég ætla að fá mér ógleðilyf áður en ég kveiki á sjónvarpinu um 11 leytið. Lögin verða allavega endanlega að lögum í dag hvað sem þessi einkavinur glæpalýðsins sem kom okkur á hausinn segir. Ég skrifaði reyndar nafn mitt á undirskriftalistann þó mér blöskri brjóstumkennanlegur málflutningur framsókarmanna og íhaldsins sem láta í það skína að sökin sé öll Steingríms Sigfússonar. Því fer auðvitað víðs fjarri þó ekki sé ég par hrifinn af þessari norrænu velferðarstjórn. Úr því sem komið er verðum við að fá að kjósa um þessa ríkisábyrgð. Hún gildir allavega þangað til og við getum áttað okkur betur á stöðunni. Það er einnig ljóst að margir sem skrifuðu undir áskorunina á þennan einkavin glæpalýðsins munu greiða atkvæði með lögunum. Við verðum líklega að þrauka enn í tvö og hálft ár með þennan forseta sem hefur brotið allar brýr að baki sér.
mbl.is Ekki lengur spurning um hvenær heldur hvort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pukur og leynd.

Þessi ríkisstjórn lofaði siðbót í pólitíkinni. Hún er jafnvel enn verri í þessum efnum en fyrri ríkisstjórn og er þá langt til jafnað. Gegnsæi, allt uppá borðið og öllum steinum átti að velta við. Þess í stað ræður pukur, leynimakk og það sem verst er af öllu að ráðherrar ljúga beint uppí opið geðið á okkur. Þó öll þjóðin sé að því komin að springa af leiðindum yfir icesave málinu á þingi, sjálfumgleði fjármálaráðherrans og lyginni og óheilindunum í garð flokksmanna sinna, vona ég samt að málið verði geymt fram yfir áramótin. Við þurfum allan sannleikann uppá borðið svo lygamerðirnir hafi ekki sigur í þessu stærsta hagsmunamáli okkar nú um stundir og áratugi inní framtíðina.Hann var holur hljómurinn í rödd Steingríms í vikunni þegar hann lagði áhverslu á andstöðu sína við ESB. Maðurinn sem þurfti ekki nema sólarhring til að svíkja eitt stærsta kosningaloforð sitt reynir nú að villa á sér heimildir. Væntanlega er það hugsað til að blíðka Ásmund Einar Daðason, sem því miður ef satt reynist, er að gefast upp fyrir ráðherranum í afstöðu sinni til ríkisábyrgðarinnar. Það er ömurlegt að hugsa til þess, einkum sem tryggur kjósandi VG allar götur frá 1999, hvernig komið er fyrir Steingrími J. Sigfússyni. Aldrei hefur nokkur stjórnmálamaður valdið eins mörgum kjósendum flokks jafnmiklum vonbrigðum með framferði sínu og Steingrímur hefur gert frá því kosið var til þings í vor. Hann fær vonandi uppskeru í framtíðinní í samræmi við sáninguna.
mbl.is Leynd sem verður að skýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loðvík XIV

Loðvík 14., sólkóngurinn franski, sagði í sínum tíma: Það lafir meðan ég lifi. Steingrímur vill samþykkja icesave þrælaböndin af því við fáum 7 ára "skjól". Við verðum nú samt að byrja að greiða vexti strax. Steingrímur veit vel að hann verður hættur í pólitík að 7 árum liðnum. Jóhanna er nú líka  á síðustu snúningunum í pólitíkinni. Ef meinloka þeirra varðandi ríkisábyrgðina á icesave nær fram að ganga á þinginu eru yfirgnæfandi líkur á að þjóðin verði gjaldþrota. Þessi skuld er fyrst og fremst tilkomin vegna einkabanka sjálfstæðisflokksins, Landsbankans. Það er mjög vafasamt þjóðréttarlega að okkur beri sem þjóð að greiða þessa skuld. Á það hafa margir af okkar færustu lögfræðingum bent.En grámyglurnar tvær, Jóhanna og Steingrímur hlusta ekki. Heyra hvorki né sjá og ætla að viðja okkur, börn okkar og barnabörn í þessa þrælafjötra. Og hver er tilgangurinn? " Svo við komumst áfram" Það er stefið sem þetta þokkalega par sífrar stöðugt. Ég veit að ég þarf ekki að biðla til Ögmundar né Lilju Mósesdóttur. Þau munu standa við sannfæringu sína. En ég skora hér með á Atla Gíslason að líta upp úr bókhaldinu, taka þingsæti sitt að nýju og fara að dæmi Lilju og Ögmundar. Ég óska líki Guðfríði Lilju innilega til hamingu með litla drenginn sinn. Hún gæti samt skotist niður á Austurvöll og greitt atkvæði með þessu ágæta fólki sem ég veit að hún er sammála. Þá efast ég ekki um að hinn glæsilegi fulltrúi ungu kynslóðarinnar, Dalamaðurinn Ásmundur Einar Daðason, mun einnig láta sannfæringu sína og samvisku ráða að lokum. Þá verður þetta illræmda frumvarp fellt á Alþingi og við geturm andað léttar. Það væri besta jólagjöf sem hægt er að færa þjóðinni sem býr á ísaköldu landi. Gleðileg jól.
mbl.is Gjaldeyristekjur duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögmál Steingríms.

Hvað höfum við með lögfræðleg álit að gera? Steingrímur hefur sagt okkur hvernig þetta á að ganga fyrir sig. Líklega lært það í jarðfræðináminu í háskólanum. Eða hvað? Sannleikurinn er sá að það verður að að fella þetta frumvarp. Hræðsluáróður SF og Steingríms má ekki verða til þess, að barnabörnin okkar verði í þrælabúðum skuldafjötranna næstu áratugina. Fellum ríkisábyrgðina, drögum umsókina um aðild að ESB til baka og snúum okkur annað eftir aðstoð og samvinnu. ESB. með Breta, Þjóðverja og Hollendinga í broddi fylkingar eru bara lítið brot af efnahagskerfi heimsins. Það verður að koma vitinu fyrir ráðherra þessarar ríkisstjórnar. Við komumst út úr vandræðunum ef við breytum stefnunni. Það er t.d. ömurlegt að auka ekki veiðar okkar um sinn. Það yrði eins og vítamínsprauta fyrir atvinnulífið. Hrokinn, valdagleðin og heimskan verður að víkja fyrir skynseminni.
mbl.is Lagalegur vafi og ágreiningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki af baki dottin.

Á sama tíma og Björgúlufur Thor á að fá afslátt á sköttum er vaskurinn hækkaður um rúmlega 4% sem þýðir hækkun á nánast alla vöru og þjónustu. Hækkunin bitnar verst á þeim sem lægstar tekjur hafa. Hugmyndauðgi ríkisstjórnarinnar er alveg einstök. Það liggur á borðinu að neysla mun dragast saman. Einkum hjá láglaunafólki. Þessar hækkanir munu því skila miklu minni tekjum í ríkissjóð en ráðherrar þessarar sérstöku velferðarstjórnar gera ráð fyrir. Fyrir hátekjufólk skiptir þetta kannski ekki miklu en fólkið undir 200.000 krónunum verður að draga saman. Það eru ær og kýr velferðarráðherranna Jóhönnu og Steingríms að ráðast að lítilmagnanum í þessu þjóðfélagi. Það er erfitt fyrir gamlan vinstri mann að kyngja þessu og vonbrigðin með stjórnarsetu Vg eru mikil. Það er engu líkara en Steingrímur sé í þykku þokuskýi og þreifi sig áfram í algjöru náttmyrkri. Rammvilltur og sér hvergi neitt ljós. Mér finnst súrt og sárt að horfa upp á þennan gamla baráttujaxl í þessum kringumstæðum.  Manninn, sem fyrir kosningar lofaði að vinna að afnámi verðtryggingarinnar en er nú fremstur í flokki þeirra sem hækka neysuvísitöluna enn frekar. Hvað kom eiginlega fyrir þennan annars ágæta bóndason að norðan?
mbl.is Virðisaukaskattur 25,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttlæti.

Undanfarin ár hefur skattkerfið verið fremur einfalt en jafnframt mjög óréttlátt. Þær breytingar sem nú er verið að gera eru breytingar í átt til meira réttlætis. Það er alltof mikið gert í að halda því fram að kerfið verði svo flókið að enginn geti reiknað skattinn út. Helsti gallinn á nýja skattkerfinu er að það vantar enn eitt þrep í það. Alvöruhátekjuþrep á ofurlaun sem enn tíðkast þó í minna mæli sé en áður. Nágannaþjóðir okkar eru ekki í neinum vandræðum með 4ra þrepa skattkerfi. Ástandið hér er einfaldlega orðið þannig að lægstu laun og bætur eru svo lág að enginn getur borgað skatt af þeim. Við þurfum meiri jöfnuð og meira réttlæti. En það er kannski borin von að stjórn hinna vinnandi stétta geri góða hluti í átt til réttlætis. Það hefur að minnsta kosti gengið afar hægt hingað til og ekki hefi ég stórar væntingar til hennar.
mbl.is Breytingar á skattatillögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurð.

Það er ekki skemmtilegt að vera vinstri sinnaður íslendingur nú. Loksins þegar eini vinstriflokkurinn í landinu kemst til valda gerir hann tóma tjöru. Steingrímur J. virðist einráður í flokki sínum. Þó Ögmundur hafi sagt af sér ráðherraembætti var hann í raun rekinn úr ríkisstjórninni. Ef fólk í VG andæfir er það sett til hliðar.Icesave málið ætlar að verða VG þungt í skauti. Þó það liggi alveg ljóst fyrir að meirihluti þjóðarinnar vill ekki samþykkja ríkisábyrgðina á að keyra hana í gegn hvað sem það kostar. Það er einnig vitað að það er ekki þingmeirihluti fyrir þessari ábyrgð. Ögmundur og Lilja Mósesdóttir hafa þegar sagt nei. Þá er vitað að Guðfríður Lílja og Atli Gíslason eru þessu andvíg. Það er Ásmundur Einar Daðason líka þó hann hafi hleypt málinu áfram til frekari umræðu. Það er eins og heilabúið í Steingrími hafi blokkerast algjörlega. Það verður að samþykkja ríkisábyrgðina svo " við komumst áfram". Áfram hvert?  Í átt til ánauðar skuldafjötranna. Hræðsluáróðurinn er yfirgengilegur og Steingrímur er enginn eftirbátur SF í þeim efnum. Við eigum að greiða 100 milljónir í vexti á hverjum einasta degi. Svo segir Steingrímur að við séum í 7 ára skjóli. Flestir sæmilega upplýstir menn sjá að þetta gengur ekki upp. Það er eins og ekkert hafi breyst í þessu þjóðfélagi. Þeir sem voru á kafi í spillingunni hjá íhaldi, framsókn og Sf eru enn lykilfólk í bankakerfinu og gjörvöllu stjórnkerfinu. Ríkisstjórnin hefur raðað ákveðnum gæðingum sínum á jötuna í kring um sig.Það er stutt í að þessi stjórn hafi setið í heilt ár og engin merki um neinn bata. Siðferðið engu skárra og mörgum heimilum er að blæða út. Sennilega fær Björgúlfur Thor orðu á nýársdag. Það væri allavega í anda stjórnarstefnunnar. Mér finnst skelfilegt að horfa uppá Steingrím J. í þessari baráttu sinni þó honum sé nokkur vorkunn því ekki kom hann okkur í þessa vondu stöðu. Mér finnst líka ömurlegt að barnabörnin mín eigi að verða þrælar breta og hollendinga. Það hefur aldrei neinn unnið sigur með því að leggja árar í bát. Gefast upp fyrir ofbeldinu og halda því fram að það sé það besta sem hægt er að gera. Meinlokan í höfði Steingríms verður okkur dýr. Það má ekki þvælast fyrir honum. Hann sagði nýlega í þinginu að fólk væri að þvælast fyrir sér og hann ætlaði að bera ábyrgð á gerðum sínum. "Má ég ekki bera ábyrgð á þessu máli". Eru barnabörnin okkar einhverju bættari með því? Að sjálfsögðu ekki. Steingrímur: Ekki meir, ekki meir.

Skrípaleikur.

Það koma endalaust upp ný tilbrigði við icesave stefið. Það er auðvitað hrein móðgun við þessa 2 fyrrum hæstaréttardómara að ætla þeim að skrifa álitsgerð um málið að þeim báðum forspurðum. Auk þess hefði álitið enga stjórnsýslulega þýðingu. Þetta mál er orðið að algjörri martröð og það er ekki bara sök stjórnarliða. Þó ég sé ekki sáttur við minn fyrrum uppáhaldsstjórnmálamann, Steingrím J. Sigfússon, er hann þó alsaklaus af upphafi þessa máls. Þegar Landsbankinn var einkavæddur varð hann fyrst og síðast að einkabanka sjálfstæðisflokksins og það er fyrst og fremst sá flokkur sem ber ábyrgð á því hvernig komið er. Framsókn og samfylking eiga lika sinn hlut. Bankamálaráðherra Sf. var lengst út í móa þegar þessir reikningar voru leyfðir í Bretlandi og Hollandi. Við höfum ekki gleymt Halldóri Ásgrímssyni heldur. Finni Ingólfssyni eða Ólafi Ólafssyni. Það er afskaplega dapurleg staða sem fjármálaráðherrann er í. En það er enn dapurlegra að fylgjast með öllum íhaldsmönnunum sem kalla hann landráðmann. Sú nafngift á betur við ýmsa aðra sem ég nefni ekki hér. Ég vona að Steigrímur nái að lokum til lands úr drulludýki íhalds, framsóknar og samfylkingar.
mbl.is Veita ekki álit um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband