Óhæfa.

Til hvers höfum við forsætisráðherra? Er það verjandi að forsætisráðherra " haldi sig til hlés" eins og fyrrum ritstjóri Þjóðviljans segir? Talar ekki ekki við blaðamenn né yfirleitt við nokkurn annann. Það eina sem þessi kona getur er að siga Steingrími J. Það er líka auðvelt því hann hlýðir öllu sem hún segir. Mikið óskaplega er dapurt að vera vinstri maður og hafa kosið þetta vonlausa fólk yfir sig. Það hækkar neysluskatta á hverjum degi. Skatta sem bitna harðast á þeim sem minnst hafa og hækka íbúðalán þeirra í leiðinni. Hvar er hin nýja sýn og hin nýju úrræði? Helvítis fokking fokk barasta.
mbl.is „Verður að ræða meira við erlenda fjölmiðla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glóra.

Ég held að þessi hugmynd sé sú langskásta af þeim tillögum sem fram hafa komið. Ef ekkert verður að gert fer helmingur þjóðarinnar á hausinn. Sanngirnisrök mæla líka með þessari leið. Þá getum við áfram búið á heimilum okkar og höfum í okkur að borða. En það má alls ekki bíða lengur. Ríkisstjórninni verður fyrirgefið sumt af afglöpum sínum ef hún lætur nú hendur standa fram úr ermum og framkvæmir loks eitthvað vitrænt.
mbl.is Grunnur að lausn á vanda heimila?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð og efndir.

Á fundi í Háskólabíói rétt fyrir kosningar var Steingrímur spurður um afstöðu sína til verðtryggingarinnar. Hann svaraði því til að hann vildi afnema hana og fékk mikið lófaklapp. Hvernig væri nú, Steingrímur, að standa nú einu sinni við orð sín. Svona til tilbreytingar. Nánast allar mínar tekjur fara í þessa endalausu verðbólguhít og svo er um tugþúsindir íslendinga. Ríkisstjórn Steingríms og Jóhönnu, draumastjórn hinna vinnandi stétta, er orðin að algjörri martröð.
mbl.is Háskalegt að borga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hroki.

Þessi maður hefur margsýnt að hann er hrokagikkur. Telur sig þess umkominn að kenna öðrum góða siði. Ég er löngu hættur að lesa pistlana hans sem margir dásama samtökin Siðmennt. Samtök, sem eru öllum trúarbrögðum miklu verri.
mbl.is Uppreisn gegn stimpilklukku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandall.

Þessi útvarpsskattur er algjör skandall. Best væri að leggja þessa ömurlegu stofnun niður. Hún hefur snarversnað síðan hún var gerð að opinberu hlutafélagi. Sjónvarpsefnið er algjörlega vonlaust. Ef fólk vill halda í þetta hræ ætti að gera það að áskriftarsjónvarpi eins og stöð 2. Þá gætu menn keypt sér aðgang að Páli, Þórhalli, Popppunkti og öllu hinu ruslinu og við hin gætum haldið aurunum eftir í veskinu.
mbl.is Pappírsfélögin greiða líka útvarpsgjald til ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Regluverk.

 Þessar nýju tillögur um breytingar á umferðarlögum eru sumar svo vitlausar að þær gætu sem besta hafa orðið til í höfði einhvers starfsmanns umferðarstofu. Mér list svo sem ekki illa á að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár. En forræðishyggjan um farþegafjölda á ákveðnum tímum er svo fábjánaleg að engu tali tekur. Flest unga fólkið hefur ekki minni ábyrgðarkennd en við hin. Við eigum að treysta því. Ég tek líka undir með ungu íhaldmönnunum að það eigi að lækka áfengiskaupaaldurinn í 18 ár. Það er kominn tími til að staldra við. Þessi endalausa forræðishyggja stjórnvalda virðist ekki eiga sér nein takmörk. Fyrir nokkrum árum voru þúsundir ungmenna svift sjálfræði sínu með einu pennastriki af því það átti að auðvelda forráðamönnum barnaverndarmála að taka nokkur ungmenni úr umferð. Þessi ríkisstjórn er við sama heygarðshornið og hinar fyrri. Ekki vantaði smjaðrið og loforðin fyrir kosningar.Gull og grænir skógar framundan. Efndirnar láta á sér standa og hvert skemmdarverkið tekur við af öðru. Köstum henni á ruslahaugana þar sem hún á heima.
mbl.is Ólíklegt að höft á unga ökumenn skili árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leggjum umferðarstofu niður.

Það fara miklir peningar í rekstur umferðarstofu. Hún hefur alla tíð verið vitagagnslaus. Jafnvel verri en ekki neitt. Leggjum hana niður strax og notum alla fjármunina til að efla lögreglu landsins. US er táknmynd um óþarfa ríkisstofnun sem hlaðið hefur utan á sig. Blaðurskjóðurnar þar eru bara tilræði við geðheilsu þjóðarinnar og flestir yrðu fegnir að losna við þær. Bílaskráningin færi til skoðunarstöðvanna og hin "verkefnin" til lögreglunnar. Ennfremur legg ég til að líktalningarmannvirkið fyrir ofan Draugahlíðina verði fjarlægt í fyrramálið.
mbl.is Bágborin staða lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjúklingabandalagið.

Fyrsta skrefið að innlimun í ESB hefur verið stigið. Steingrímur aðalritari telur það vera í samræmi við ályktun flokksþings VG. Ég tek ofan fyrir þeim þingmönnum VG sem létu ekki kúga sig. Flokkar hafa löngum svikið kosningaloforð sín. Kvöldið fyrir kosningarnar í vor var undirritaður í vafa um hvernig hann verði atkvæði sínu. Ég hafði ekki ástæðu til annars en að treysta orðum Steingríms að hann væri andvígur ESB.  En loforð virðast fallvölt. Steingrímur er nú óumdeilanlegur meistari í kosningasvikum. Ég mun ALDREI kjósa VG framar. Kvislingarnir í Noregi báðu flestir um vægð eftir stríðslok. Það örlaði á iðrun hjá þeim. Steingrímur reynir að réttlæta svik sín. Til þess að við getum étið ódýrari kjúklinga. Það virðist ekki skipta máli þó íslenskur landbúnaður verði lagður í rústir. Það er líka löngu alkunn staðreynd að við fáum engar varanlega undanþágur frá fiskveiðistefnu ESB. Allir fiskistofnar ESB ríkjanna eru í auðn eftir rányrkju undanfarinna ára og þau horfa hýru auga eftir fiskinum okkar. Það gerir líklega ekkert til því við fáum bara nóg af kjúklingum í staðinn. Steingrímur kallaði mann einu sinni druslu og gungu. Stundum verða orð að áhrínsorðum. Það hefur sannast hér. Aðalritari VG er drusla og gunga. Það er lítið mál fyrir slíkt fólk að svíkja kjósendur sína. Megi skömm hans og hinna druslnanna í VG ekki gleymast.

Flott djobb fyrir hina heilögu.

Hér er sannarlega starf í boði fyrir formann og yfirsópriðil Samfylkingarinnar. Tvær flugur í einu. Hún fær starf við hæfi og við losnum við hana.
mbl.is Norn óskast: 10 milljóna króna árslaun í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blekkingar.

Er þetta ekki nóg til að eyða öllum vafa í huga þeirra þingmanna VG sem enn sjá ljósið? Össur gerir það sem honum og SF hentar í icesave málinu. Það er aðgöngumiðinn að ESB sem kaupa skal, hvað sem hann kostar. Það væri þjóðinni til mikillar hagsældar ef VG myndi slíta þessu vonlausa stjórnarsamstarfi strax í dag. Setjum sópriðla SF út í kuldann og svo tökum við hin höndum saman um björgunarstarfið. Steingrímur! Þú yrðir meiri maður að því að hlusta eftir skynseminni. Það er engin vömm af því að skipta um skoðun. Þú á enn sjens. Nýttu hann.
mbl.is „Mér er sagt það sé til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband