Umskiptingurinn Steingrímur J.

Á fundi í Háskólabíói í vetur var núverandi fjármálaráðherra spurður um afstöðu sína til verðtryggingar. Hann svaraði því til að hann vildi afnema hana og fékk dynjandi lófaklapp fyrir. Hvar eru efndirnar? Með stöðugum hækkunum á neysuvörum eins og t.d. bensíni, áfengi, tóbaki og nú á kexi, gosdrykkjum og ávaxtasafa hækkar lágtvirtur fjarmálaráðherra lán heimilanna um marga milljarða króna. Auk þess bitna þessar hækkanir mest á þeim sem hafa lægstu tekjurnar. Þetta mun heldur ekki auka tekjur ríkissjóðs eins og til er ætlast en áhrifin á neysluvísitöluna hafa full áhrif strax. Er Steingrími gjörsamlega alls varnað? Er ekki nokkur leið til þess að aðrir þingmenn VG geti komið snefil af vitglóru inní hausinn á formanninum? Hvar er hin nýja sýn? Felst hún eingöngu á að skattpína almenning svo hægt sé að greiða skuldir glæpahyskisins sem settu okkur á hausinn? Þó ríkisstjórnin sé enn ung er þó strax kominn tími til að henda henni á skítahauginn þar sem hún á heima.
mbl.is Skattur á kex og gos í 24,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hamskipti.

Löngu fyrir kosningar vildi Steingrímur skila láninu frá AGS. Hann vildi heldur ekki greiða icesave reikning íslensku glæpamannanna.  AGS er hér einungis sem erindreki fjármagnsins og þessvegna þarf að skera allt niður sem skorið verður. Ég er ekki í stjórnmálaflokki en kaus VG í kosningum. Það hefur orðið mér bitur reynsla. Hvernig getur það verið að önnur eins hamskipti hafi orðið á formanni VG. Ég held að ansi margir kjósendur VG hugsi á sama veg. Litli flokkurinn, sem varð stór eftir kosningarnar mun áður en langt um líður verða minnsti flokkurinn aftur nema þeir skynsamari í flokknum taki ráðin af formanninum.
mbl.is Ríkið stígur fyrsta skrefið á langri ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glapræði.

Ég vona að það sé ekki búið að skrifa undir þennan samning. Það eru svik og glæpur ef af verður. Þráhyggja SF vegna ESB er nú þegar orðin alltof dýr. Það er með algjörum ólíkindum ef VG ætlar að samþykkja Icesave skuldina til þess að geta hangið í ráðherrastólunum. Það er nánast ljóst að lánasöfnin og aðrar eigur Landsbankans eru einskis virði og við og afkomendur okkar verðum að borga upp í topp ef þessi landráð verða framin. Ef þesi gjörningur nær fram að ganga verður byltingarástand hér. Það má ekki gerast að þingmenn VG gerist þjóðníðingar en SF liðinu er til alls trúandi. Ef ég væri trúaður legðist ég á bæn.
mbl.is Gengið frá samkomulaginu í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ónothæf ríkisstjórn.

Þessi ríkisstjórn mun ekki koma neinu í verk við að leysa efnahagsvandann. Eina stefnumál SF er ESB. Það mál mun engu skila öðru en því, að við töpum yfirráðum yfir auðlindum okkar. Það þarf að einangra SF í stjórnmálunum. VG ætti að rjúfa samstarfið sem allra fyrst og mynda nýja stjórn VG, B og D. Steingrímur yrði forsætisráðherra og ESB málið úr sögunni að sinni. Þessi stjórn gæti strax hafist handa við að bjarga því sem bjargað verður og kröftunum yrði ekki eytt í að þvarga um ESB málið sem er stórhættulegt. M.a.s. Össur er strax kominn út í heim blaðrandi eins og honum einum er lagið um ESB. Er hann á Möltu með fulltingi VG? Það þarf einstakar geðluðrur til að sætta sig við svona vinnubrögð. Ef VG svíkur í ESB málinu verður það flokknum mjög dýrkeypt. Ég var, eins og margir aðrir, í vafa fyrir kosningarnar. Afdráttarlaus afneitun Steingríms á ESB í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar réð úrslitum hjá mér. Menn skulu heldur ekki gleyma sérstakri samþykkt VG á flokksþingi um að við værum betur komin utan ESB. Ég hef hingað til talið VG heiðarlegasta flokk landsins. Nú reynir á að standa við orð sín.
mbl.is Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tóm þvæla og vitleysa...

stendur í góðum texta. Hættiði þessari andskotans þvælu og snúið ykkar að því sem þarf að gera. Það er bara brandari ef menn halda að við getum staðið vörð um auðlindir okkar ef koma á okkur í ESB kompaníið. Eru flestir þingmenn búnir að glata glórunni?
mbl.is Hægt að ná samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaður.

Umferðarstofu ætti að leggja niður strax. Hún er eitt alversta dæmið um ömurlega ríkisstofnun. Peningana mætti að hluta til nota til að efla umferðarlögregluna. Ekkert fyrirbyggir betur en sýnileg löggæsla á þjóðvegum landsins. Þar verða langflest banaslysin og þar er þörfin fyrir löggæslu mest. Það erum þó fyrst og fremst við sjálf sem verðum að vera vel vakandi. Því miður verður maður vitni að umferðarofbeldi á hverjum degi. Þar er þörf á hugarfarsbreytingu.  Það mun enginn sakna kjaftaskjóðanna á US. Blaðrið um hálkubletti hér og  snjóþekju þar og um að nú sé verið að malbika Snorrabrautina eru aðalsmerki US. Þarna mætti spara marga milljónatugi og þó hefðum við annað eins í aukið umferðareftirlit á þjóðvegunum.
mbl.is Umferðarráð varar við niðurskurði fjármagns til umferðarmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ómerkingar.

Ef einn einasti þingmaður VG styður þessa dellu er flokkurinn að svíkja kosningaloforð. Nær væri að snúa sér að þeim verkum sem vinna þarf strax og blása þessari vanhugsuðu tillögu út af borðinu. Þegar Steingrímur lýsti því yfir í sjónvarpi daginn fyrir kosningar að flokkurinn stæði gegn aðildarumsókn treystu kjósendur því. Nú virðist annað upp og fylgið mun hrynja af flokknum ef hann verður til þess að tillagan verði samþykkt.
mbl.is Kastað til höndunum við gerð ESB-tillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraði snigilsins.

Einu sinni talaði Guðni Ágústsson um að verkin í landbúnaðarráðuneytinu gengu fyrir sig með hraða snigilsins. Nú liggja nokkrir útrásarvíkinganna loksins undir rökstuddum grun um auðgunarbrot og fleiri hegningarlagabrot. Samt er ekki búið að yfirheyra flokksbróður Guðna, Ólaf Ólafsson. Ekki hefur heldur heyrst af yfirheyrslum yfir öðrum sem grunaðir eru. Lagaheimildir eru fyrir að frysta eigur manna á meðan rannsókn stendur yfir eftir að þeir hafa fengið stöðu grunaðra. Hvernig væri nú að láta verkin tala? Dýrmætur tími hefur farið forgörðum. Vettlingatökin á þessu glæpahyski eru óþolandi. Vikingarnir gera það sem þeim sýnist og eftir því sem lengra líður veruð æ erfiðara að sanna sök þeirra. Við skulum þó vona að slóðin sé ekki með öllu hulin. Það verður engin sátt í þjóðfélaginu  ef lögum verður ekki komið yfir þá sem sekir kunna að vera. Ég skora á hinn sérstaka saksóknara og aðstoðarfólk hans að hætta að drullumalla og spýta í lófana.
mbl.is Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fiður og tjara.

Veltum þeim upp úr tjöru og fiðri og sendum þá heim. Þá verður hægt að lækka stýrivexi almennilega þann 4. júní.
mbl.is Sendinefnd AGS í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samræðustjórnmál.

Einhver hugsjónamaðurinn í SF fann á sínum tíma upp nýtt hugtak í pólitíkinni. Kallaði það samræðustjórnmál.Nú hefur formaðurinn, hin heilaga Jóhanna,  fundið upp annað enn merkilegra hugtak. Einræðustjórnmál. Í því felst að það sé þjóðinni fyrir bestu að hugaráorar hennar séu okkur farsælastir í umræðunni um ESB málið. Hún telur, hyggur,  álítur, gerir ráð fyrir og reiknar með. Þetta mætti nú líka nefna einstefnustjórnmál eða bara einfaldlega einræðisstjórnmál. Hvernig má það gerast að forsætisráðherra í 2ja flokka ríkisstjórn sem hefur nú ekki sterkan meirihluta á bak við sig skuli haga sér svona?  Valtar yfir samstarfsflokkinn og stjórnarandstöðuna einnig  með frámunalega hrokafullum hætti. Ég lýsi hér með algjöru vantrausti mínu á þessa ráðfreyju. Ég vona að þingmenn VG, allir sem einn, standi við kosningaloforð sín varðandi umsókn um aðild að ESB.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband