Vinstri grænn köttur.

Það er einföld skýring á þessu. Kötturinn er úr flokki vinstri grænna og eins og alkunna er er smalamennskan erfið. Þeir Árni Þór, Björn Valur og aðrir úr náhirð Steingríms ættu að vera varir um sig ef þeir voga sér þarna suðureftir.


mbl.is Fuglar hröktu kisu ofan af þaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt á hvolfi.

Við Selfyssingar erum hvergi bangnir. Við ætlum að koma verulega á óvart í sumar. Verðum fyrir ofan miðja deild og sendum KR niður. Það verður ofurljúft. Svo tökum við líka vel á því í handboltanum næsta vetur. Áfram Selfoss.
mbl.is ,,Bærinn er nánast á hvolfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norrænn jöfnuður.

Fjármálaráðherranum er nú ekki alls varnað og ég tek undir með honum að það má alls ekki hækka laun þeirra hæstlaunuðu. Flokkur hans kennir sig að nokkru við baráttu fyrir þá minnstu í þessu samfélagi. Kannski er hann að gera sitt besta. Ríkisstjórn hans og SF kennir sig við norræna velferð. En er hún á réttri leið? Gegndarlaus hækkun á neyslusköttum bitnar harðast á þeim sem lægst hafa launin. Skiptir afar litlu fyrir milljónkrónamann eins og ráðherrann sjálfan. Rétt fyrir þingkosningarnar í fyrra var hann spurður um afstöðu sína til verðtryggingarinnar. Hann svaraði því til að hann vildi afnema hana. Uppskar að sjálfsögðu lófaklapp fyrir. Þetta var þó ekki hreint loforð en vísbending um það sem koma skyldi ef þessi kjaftfori sveitamaður að norðan kæmist loks í valdastól. Verðtryggingin er nú að ganga af mörgum heimilum dauðum og ekki hefur þessi ráðherra ljáð máls á neinum leiðréttingum heinna verðtryggðu lána. Rétt er þó að benda á að ráðherrann hefur þó fylgt yfirlýsingu sinni um verðtrygginguna eftir að einu leyti. Eitt  fyrsta verk hans í ráðherrastói var að stöðva vístöluhækkun á persónuafslættinum. Aðgerð sem bitnaði líka langverst á þeim sem minnst bera úr býtum.
mbl.is Hækkun kemur ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli hreppsstjórinn.

Þessi afstaða kemur engum á óvart. Auðvitað flökrar ekki að þessum manni að segja af sér. Nýja Ísland er órafjarri. Gömlu hreppstjórarnir höfðu áhyggjur af að heimurinn myndi farast þegar þeir létu af störfum. Ég held nú samt að einhvernveginn hefðum við það af þó Guðlaugur Þór léti af þingmennsku. Hann er alls ekki ómissandi þó hann telji það sjálfur.Þetta sannar líka að það þarf að boða til þingkosninga hið fyrsta. Önnur leið virðist ófær til að losna við fjölda þingmanna sem nú sitja á Alþingi og er alveg hulin ráðgáta hvað siðferði er. Vonandi sendum við skýr skilaboð í næstu sveitarstjórnakosningum. Það er mjög auðvelt í stærsta sveitarfélaginu með því að kjósa grínframboðið. Því miður á ég þess ekki kost að kjósa neitt viðlíka hér í Árborg. Neyðist til að sitja heima í fyrsta sinn siðan ég kaus fyrst, 1966. Sumir telja að nauðsyn sé á að fara á kjörstað og skila auðu. En það er líka afstaða að sitja heima. Ég verð þá allavega ekki grunaður um að hafa kosið flokkinn sem ég hef kosið að undanfarnu af gömlum vana. Get sannað sakleysi mitt. Ef kosningaþátttaka verður dræm í sveitarstjórnarkosningunum eru það mjög skýr skilaboð um óánægju. Þá eykst þrýstingur á að boða til þingkosninga á ný og þannig losnum við við marga gjörspillta þingmenn sem þekkja ekki sinn vitjunartíma og berja hausnum við steininn.
mbl.is Guðlaugur hyggst ekki víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metnaður.

Nýr bankastjóri Landsbankans á að vera metnaðarfullur. Metnaðarfullur um ímyndir. Ýmyndarstjóri þessa gamla og gegnumrotna sukkbanka. Á yfirborðinu eru þeir horfnir Halldór og Sigurjón. En vofa þeirra svífur yfir vötnunum. Það má aðeins snyrta til en alls ekki skera öll graftarkýlin burt. Byrjunin lofaði heldur ekki góðu og gaf tóninn fyrir framhaldið. Elín Sigfúsdóttir var hægri hönd Sigurjóns Árnasonar þegar bankinn hrundi til grunna. Það er enginn vilji hjá stjórnvöldum á þessu volaða skeri til að gera nokkurn skapaðan hlut af viti. Það er langt í nýja Ísland. Það má ekki hreinsa almennilega til. Gamla spillingarliðið er svo reynslumikið að það má ekki senda það á staðinn sem það á heima, sorphaugana. Hugarfarsbreyting á pappírnum er einskis virði. Ef verkin verða ekki látin tala munu hrægammarnir fitna sem aldrei fyrr. Þá munu líka lengjast biðraðirnar við hjálparstofnanirnar. Gæti orðið kalsamt í nóvember þegar nauðungaruppboðum ríkisstjórnarinnar lýkur og þúsundir fólks á götunni. Nefndi einhver norræna velferð? 
mbl.is Nýr bankastjóri um miðjan maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lán eða ólán?

Ég held að þarna hljóti að vera maðkur í mysunni. Það er athyglisvert að þessi lán eru vaxtalaus kúlulán og stimpilgjaldið því aðeinn þriðji miðað við venjuleg skuldabréf. Langlíklegast er að þarna séu á ferðinni sjónhverfingar til að tryggja að erfiðara verði að ganga að þessum veðum. Málamyndagerningur í þágu mannsins sem var rétt áðan að biðja afsökunar og lofaði bót og betrun. Eða tók einhver mark á þessum afsökunar og betrunaryfirlýsingum? Fólkið, sem búið er að mergsjúga flestar fjármálastofnanir innanfrá og veit svona álika mikið um siðferði og venjuleg býfluga, hafa endalaus ráð upp í erminni. Auðvitað verður sama siðferðið við lýði áfram meðan þetta fólk kemst upp með allt sem því dettur í hug. Hinir ómissandi verða ósnertanlegir áfram ef enginn vilji er til að taka í lurginn á þeim og snúa þá niður.
mbl.is Jón Ásgeir fékk 440 milljónir króna að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er laukrétt.

Það er enginn vafi á að þessi stjarneðlisfræðingur hefur rétt fyrir sér. Geimverur eru til og þetta eru bölvuð ódó. Þær eru hér á ferli annað slagið. Ég hef t.d. nokkrum sinnum orðið fyrir barðinu á þeim. Þær eru búnar að stela af mér samtals þrem Zippó kveikjurum. Þetta gerðist síðast í nóvember s.l. og mér varð svo mikið um þetta síðasta áfall að ég steinhætti að reykja í byrjun desember. Ég varð nú lítið var við aliensana fyrst á eftir. En nú fyrir stuttu hjuggu þeir enn í sama knérunn. Dælulykillinn minn gufaði upp úr vasa mínum. Ég er ekki í neinum vafa um skýringuna. Ódóin gera það ekki endasleppt við mig. Ég var reyndar snöggur til að láta ógilda lykilinn og þeim tekst ekki að taka bensín og láta mig borga. Hafið varann á ykkur. Það er full ástæða til þess. 
mbl.is Geimverur geta verið varhugaverðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öskufall.

Þetta eru ekki góðar fréttir. Katla gæti orðið öskureið og svarað í sömu mynt.
mbl.is Öskufall á Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skítabomba.

Forsætisráðherrann hefur kastað nýrri skítabombu inn á borð vinstri grænna. Fjármálaráðherrann og náhirð hans láta sér það örugglega vel líka enda orðnir vanir þessu fúla lofti. Það eru þó merki um að að villikettirnir muni bíta frá sér. Enda vel við hæfi eftir svona sendingu. Forsætisráðherra gerir sér enga grein fyrir hver staðan er á þessu ríkisstjórnarheimili. Ríkisstjórn verður að hafa þingmeirihluta í þeim málum sem hún vill koma fram. Forsætisráðherra virðist telja að allir þingmenn ríkisstjórnarflokkana eigi einfaldlega að hlýða sér. Sem betur fer eru enn þónokkrir þingmenn VG með óbrenglaða dómgreind. Það er þetta fólk sem mörg okkar sem kusum VG í fyrra, treystum á. Við erum enn að vona að enn sé hægt að koma vitinu fyrir Steingrím J. og aðra þingmenn VG sem Steingrímur hefur í vasa sínum. Það er reyndar gömul saga og ný að sumir læra af mistökum sínum og aðrir ekki. Ég vona að ég sjái einhverntíma aftur gamla baráttujaxlinn Steingrím J. Mælska eldhugann sem einu sinni var. Það er vont að verða viðskila við sannfæringu sína og það leiðir flesta þá sem fyrir því verða í algjörar ógöngur. Valdhroki forsætisráðherrans verður honum lokum að falli. Þá verður lag til þess að einangra Samfylkinguna í íslenskum stjórnmálum. Þessa hugsjónalausu moðsuðu sem hefur það eitt að markmiði að hanga á völdunum eins og hundur á roði. Ég sendi öllum villiköttunum í VG mínar bestu kveðjur.
mbl.is Gremja í herbúðum VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegagerð.

Það er ágætt ef taka á ávarðanir um raunhæfar úrbætur í vegamálum. Suðurlandsvegur frá Reykjavík austur á Selfoss er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins. Reynslan og tölfræðin sýna að langhættulegasti kaflinn er vegurinn á milli Hveragerðis og Selfoss. Þessvegna finnst mér mikilvægt að byrja á honum. Ég hef heyrt að skipulagsmál standi í veginum. Ef rétt er þurfum við að ryðja þeirri hindrun úr vegi strax. Þessi kafli er um 13 km að lengd. Þrykkjum þessari framkvæmd af stað í einum grænum og ljúkum henni á mettíma. Síðan höldum við áfram upp Kamba, yfir Hellisheiði og alla leið til höfuðborgarinnar. Fjárfesting sem skilar sér margföld til baka.
mbl.is Tillögur um einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband